Börnin fengu fræðslu í tengslum við 100 ára kosningaafmæli kvenna um mikilvægi þess að allir fái að segja sína skoðun og hafa áhrif á samfélagið. Var markmiðið að vekja börnin til umhugsnunar um stöðu jafnréttismála þá og nú og hvetja þau til gagnrýnnar hugsunar og þjálfa þau í að hafa áhrif á líf sitt og umhverfi. Þau unnu í hópavinnu og kusu svo þau réttindi sem þeim fannst mikilvægust. Sömdu þau Salka Sól og Gnúsi síðan texta upp úr þessum réttindaóskum. Amabadama mun flytja lagið í Eldborg á opnunarathöfn Barnamenningarhátíðar 21. apríl þar sem öllum fjórðu bekkingum í Reykjavík er boðið og taka þau þátt í flutningnum.
Barnamenningarhátíð í Reykjavík er fyrir börn og unglinga frá 2 ára til 16 ára með um 120 viðburði fyrir alla aldurshópa. Hún er haldin 21. – 26. apríl í næstu viku.
Hægt er að kynna sér dagskrána á www.barnamenningarhatid.is.
"Það sem skiptir mestu máli" - Lag Barnamenningarhátíðar Reykjavíkur 2015 from SFS Myndband on Vimeo.