Mengun nýrra bíla minnkaði um 2,6% í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 16. apríl 2015 09:42 Þétt bílaumferð í Þýskalandi. Þeir nýju bílar sem seldir voru í fyrra í Evrópu menguðu að meðaltali 123,4 g/km af CO2, en 126,7 g/km árið 2013. Það þýðir að mengunin minnkaði um 2,6% á einu ári. Langtímamarkmið Evrópusambandsins um mengun fyrir árið í ár er 130 g/km, svo bílaframleiðendur hafa náð því og gott betur, en árið 2013 fór meðaltalssmengunin fyrst undir þetta markmið. Markmið Evrópusambandsins fyrir árið 2021 er 95 g/km og þykir mörgum það bratt markmið, en bílaframleiðendur hafa náð öllum settum markmiðum yfirvalda fram að þessu. Nýir bílar menga mismikið og voru mengunarfríustu bílarnir í fyrra keyptir í löndum Hollands, Grikklands og Portúgal í fyrra og bendir það til þess að smekkur fyrir litla bíla sé þar mikill. Hinsvegar voru þeir mest spýjandi keyptir í löndum Eistlands, Lettlands og Búlgaríu. Í baráttunni við mengun er þó ekki allt unnið með meðaltalsminnkun mengunar hvers nýs bíls, því hafa verður í huga að sala nýrra bíla jókst um 6% í Evrópu í fyrra og því vegur aukinn fjöldi bíla upp lækkaða meðalmengun þeirra. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent
Þeir nýju bílar sem seldir voru í fyrra í Evrópu menguðu að meðaltali 123,4 g/km af CO2, en 126,7 g/km árið 2013. Það þýðir að mengunin minnkaði um 2,6% á einu ári. Langtímamarkmið Evrópusambandsins um mengun fyrir árið í ár er 130 g/km, svo bílaframleiðendur hafa náð því og gott betur, en árið 2013 fór meðaltalssmengunin fyrst undir þetta markmið. Markmið Evrópusambandsins fyrir árið 2021 er 95 g/km og þykir mörgum það bratt markmið, en bílaframleiðendur hafa náð öllum settum markmiðum yfirvalda fram að þessu. Nýir bílar menga mismikið og voru mengunarfríustu bílarnir í fyrra keyptir í löndum Hollands, Grikklands og Portúgal í fyrra og bendir það til þess að smekkur fyrir litla bíla sé þar mikill. Hinsvegar voru þeir mest spýjandi keyptir í löndum Eistlands, Lettlands og Búlgaríu. Í baráttunni við mengun er þó ekki allt unnið með meðaltalsminnkun mengunar hvers nýs bíls, því hafa verður í huga að sala nýrra bíla jókst um 6% í Evrópu í fyrra og því vegur aukinn fjöldi bíla upp lækkaða meðalmengun þeirra.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent