Audi Prologue Allroad Finnur Thorlacius skrifar 16. apríl 2015 14:01 Audi Prologue Allroad. Audi hefur sýnt Prologue tilraunabíl sinn undanfarið á bílasýningum og hefur hann vakið þar eftirtekt fyrir fegurð. Nú hefur Audi tekið Prologue bílinn á næsta stig og komið fram með Allroad útfærslu hans, en Audi ætlar að sýna þennan bíl á bílasýningunni í Shanghai sem hefst 20. apríl. Ef Prologue tilraunabíllinn var flottur áður er hann enn flottari í þessari útfærslu og sannarlega kraftalegri. Talandi um kraft þá er nóg af honum undir húddinu. Bíllinn fær 4,0 lítra V8 vél auk rafmótora og samanlagt skilar þessi drifrás 734 öskrandi hestöflum sem henda bílnum í hundraðið á 3,5 sekúndum. Ekki slæmt fyrir torfæruhæfan bíl. Þessar tölur eru samt ekki það merkilegasta við bílinn, heldur öllu fremur að uppgefin eyðsla hans er 2,5 lítrar, en fyrstu 55 kílómetrana getur hann ekið eingöngu á rafmagni. Hlaða má rafhlöður bílsins þráðlaust. Mælaborð Prologue bílsins hefur vakið athygli fyrir það að vera nánast takkalaust og því er innréttingin nokkuð naumhyggjuleg, en hrikalega töff. Vonandi fer þessi bíll í framleiðslu, en hann verður ekki ódýr.Naumhyggja en glæsileiki í senn. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent
Audi hefur sýnt Prologue tilraunabíl sinn undanfarið á bílasýningum og hefur hann vakið þar eftirtekt fyrir fegurð. Nú hefur Audi tekið Prologue bílinn á næsta stig og komið fram með Allroad útfærslu hans, en Audi ætlar að sýna þennan bíl á bílasýningunni í Shanghai sem hefst 20. apríl. Ef Prologue tilraunabíllinn var flottur áður er hann enn flottari í þessari útfærslu og sannarlega kraftalegri. Talandi um kraft þá er nóg af honum undir húddinu. Bíllinn fær 4,0 lítra V8 vél auk rafmótora og samanlagt skilar þessi drifrás 734 öskrandi hestöflum sem henda bílnum í hundraðið á 3,5 sekúndum. Ekki slæmt fyrir torfæruhæfan bíl. Þessar tölur eru samt ekki það merkilegasta við bílinn, heldur öllu fremur að uppgefin eyðsla hans er 2,5 lítrar, en fyrstu 55 kílómetrana getur hann ekið eingöngu á rafmagni. Hlaða má rafhlöður bílsins þráðlaust. Mælaborð Prologue bílsins hefur vakið athygli fyrir það að vera nánast takkalaust og því er innréttingin nokkuð naumhyggjuleg, en hrikalega töff. Vonandi fer þessi bíll í framleiðslu, en hann verður ekki ódýr.Naumhyggja en glæsileiki í senn.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent