Pabbi Hafþórs Júlíusar kemur keppnisskónum til Kuala Lumpur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. apríl 2015 21:46 Frá vinstri: Einar, Andri, Ragnheiður Margrét og Björn Þór. Vísir Hafþór Júlíus Björnsson þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að skórnir sem hann ætlar að keppa í skili sér ekki til Kuala Lumpur þar sem keppnin Sterkasti maður heims hefst á laugardag. Björn Þór Reynisson, faðir Hafþórs, passar upp á skóna. Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson, hörðustu stuðningsmenn Hafþórs Júlíusar og góðir vinir hans, héldu eldsnemma í morgun út í Leifstöð. Það er komið að því. Hafþór og Benedikt Magnússon hefja keppni á laugardaginn og þá ætla félagarnir að vera búnir að koma sér í stellingar fyrir keppnina og styðja sína menn. Andri og Einar hittu Ragnheiði Margréti Júlíusdóttur, móður Hafþórs, og Björn Þór, föður hans, í Leifsstöð í morgun og hafa verið í samfloti síðan.Andri Reyr og Einar Magnús klárir í slaginn í Leifsstöð eldsnemma í morgun.Vísir„Það er mikil gleði á meðal okkar þrátt fyrir að töskurnar okkar allra hafi misfarist um stund hér í Stokkhólmi,“ segir Andri Reyr við Vísi. Þjónustudaman hjá Quatar Air hafi bjargað málunum og töskurnar hafi verið sendar áfram til Kuala Lumpur. „Það er því engin hætta á að keppnisskórnir hans Hafþórs skili sér ekki,“ segir Andri en faðir Björn Þórs ber ábyrgð á skónum. Hafþór hafnaði sem kunnugt er í öðru sæti í keppninni í fyrra, hálfu stigi á eftir sigurvegaranum. Hann ætlar sér sigur og hafa félagar hans mikla trú á honum. Svo mikla að Einar er nú þegar búinn að skella húðflúri af Hafþóri á kálfann á sér eins og Vísir fjallaði um í gær. Foreldrar Hafþórs, Andri og Einar skelltu í sig sænskum kjötbollum í Stokkhólmi áður en för hélt áfram til Doha í Katar. Lokaáfangastaðurinn er svo Kuala Lumpur á laugardaginn þar sem riðlakeppnin hefst.Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson verða augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. Fylgist vel með umfjöllun Vísis um keppnina Sterkasti maður heims 2015. Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Trúir svo á sigur Hafþórs að húðflúr er komið á kálfann Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson trúa á sigur Hafþórs Júlíusar Björnssonar í keppninni Sterkasti maður heims enda ætla þeir að elta hann til Malasíu. 15. apríl 2015 19:00 „Alveg grátlegt því það munaði svo litlu“ „Þetta er allt á réttri leið. Maður verður að líta á björtu hliðarnar,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, næststerkasti maður heims. 30. mars 2014 01:12 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að skórnir sem hann ætlar að keppa í skili sér ekki til Kuala Lumpur þar sem keppnin Sterkasti maður heims hefst á laugardag. Björn Þór Reynisson, faðir Hafþórs, passar upp á skóna. Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson, hörðustu stuðningsmenn Hafþórs Júlíusar og góðir vinir hans, héldu eldsnemma í morgun út í Leifstöð. Það er komið að því. Hafþór og Benedikt Magnússon hefja keppni á laugardaginn og þá ætla félagarnir að vera búnir að koma sér í stellingar fyrir keppnina og styðja sína menn. Andri og Einar hittu Ragnheiði Margréti Júlíusdóttur, móður Hafþórs, og Björn Þór, föður hans, í Leifsstöð í morgun og hafa verið í samfloti síðan.Andri Reyr og Einar Magnús klárir í slaginn í Leifsstöð eldsnemma í morgun.Vísir„Það er mikil gleði á meðal okkar þrátt fyrir að töskurnar okkar allra hafi misfarist um stund hér í Stokkhólmi,“ segir Andri Reyr við Vísi. Þjónustudaman hjá Quatar Air hafi bjargað málunum og töskurnar hafi verið sendar áfram til Kuala Lumpur. „Það er því engin hætta á að keppnisskórnir hans Hafþórs skili sér ekki,“ segir Andri en faðir Björn Þórs ber ábyrgð á skónum. Hafþór hafnaði sem kunnugt er í öðru sæti í keppninni í fyrra, hálfu stigi á eftir sigurvegaranum. Hann ætlar sér sigur og hafa félagar hans mikla trú á honum. Svo mikla að Einar er nú þegar búinn að skella húðflúri af Hafþóri á kálfann á sér eins og Vísir fjallaði um í gær. Foreldrar Hafþórs, Andri og Einar skelltu í sig sænskum kjötbollum í Stokkhólmi áður en för hélt áfram til Doha í Katar. Lokaáfangastaðurinn er svo Kuala Lumpur á laugardaginn þar sem riðlakeppnin hefst.Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson verða augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. Fylgist vel með umfjöllun Vísis um keppnina Sterkasti maður heims 2015.
Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Trúir svo á sigur Hafþórs að húðflúr er komið á kálfann Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson trúa á sigur Hafþórs Júlíusar Björnssonar í keppninni Sterkasti maður heims enda ætla þeir að elta hann til Malasíu. 15. apríl 2015 19:00 „Alveg grátlegt því það munaði svo litlu“ „Þetta er allt á réttri leið. Maður verður að líta á björtu hliðarnar,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, næststerkasti maður heims. 30. mars 2014 01:12 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Trúir svo á sigur Hafþórs að húðflúr er komið á kálfann Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson trúa á sigur Hafþórs Júlíusar Björnssonar í keppninni Sterkasti maður heims enda ætla þeir að elta hann til Malasíu. 15. apríl 2015 19:00
„Alveg grátlegt því það munaði svo litlu“ „Þetta er allt á réttri leið. Maður verður að líta á björtu hliðarnar,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, næststerkasti maður heims. 30. mars 2014 01:12