Bragðmikill fiskréttur með ólífusalsa 17. apríl 2015 09:23 Visir/EvaLaufey Bragðmikill fiskréttur með kartöflu og sellerímús. Það er best að byrja á því að útbúa kartöflumúsina.Kartöflu – og sellerímús1 sellerírót, skorin í teninga8-10 kartöflur2 - 3 msk smjörmjólk, magn eftir smekk hver og einssykursalt og piparAðferð: Fyrsta skref er að afhýða sellerírót og sjóða bæði rótina í karöflur í söltu vatni. Gætið þess að sjóða sellerírót og kartöflur í sitt hvorum pottinum. Hvort tveggja soðið þar til mjúkt. Vatninu hellt af og kartöflur eru afhýddar. Sellerírót og kartöflum er stappað saman. Volgri mjólk og smjöri bætt út í, bragðbætið með salti og pipar. Stappið saman þar til þið náið þeirri áferð sem þið kjósið. Leyfið kartöflumúsina á standa í pottinum við vægan hita á meðan þið útbúið fiskinn og ólífusalsa.Þorskurinn800 g þorskhnakkar, skorinn í 200 g steikurÓlífuolíuSalt og piparAðferð: Þorskhnakkar eru besti hluti þorsksins og jafnast á við fína steik. Byrjið á að skera flökin í jafn stóra bita. Hitið olíu á pönnu og steikið fiskinn á hvorri hlið í þrjár til fjórar mínútur. Kryddið til með salti og pipar. Þegar fiskurinn er alveg að verða klár þá byrjið þið að bæta ólífusalsa saman við.Tómat – og olífusalsaBragðmikið salsa sem fer vel með fiskinum.5 vorlaukar, smátt saxaðirHandfylli svartar ólífur, í bitumHandfylli sólþurrkaðir tómatar, í bitum2 – 3 msk furuhnetur, ristaðarFerskt steinselja, smátt söxuðAðferð: Skerið vorlaukinn niður, ólífur í tvennt og sólþurrkuðu tómatana í bita. Bætið öllu ú á pönnuna með og steikið í 1 – 2 mínútur, bætið steinselju og smjöri út á pönnuna í lokin en smjörið gerir réttinn enn bragðbetri.Ekki missa af Matargleði Evu á fimmtudagskvöldum klukkan 20.10 á Stöð 2. Kartöflumús Sjávarréttir Uppskriftir Þorskur Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið
Bragðmikill fiskréttur með kartöflu og sellerímús. Það er best að byrja á því að útbúa kartöflumúsina.Kartöflu – og sellerímús1 sellerírót, skorin í teninga8-10 kartöflur2 - 3 msk smjörmjólk, magn eftir smekk hver og einssykursalt og piparAðferð: Fyrsta skref er að afhýða sellerírót og sjóða bæði rótina í karöflur í söltu vatni. Gætið þess að sjóða sellerírót og kartöflur í sitt hvorum pottinum. Hvort tveggja soðið þar til mjúkt. Vatninu hellt af og kartöflur eru afhýddar. Sellerírót og kartöflum er stappað saman. Volgri mjólk og smjöri bætt út í, bragðbætið með salti og pipar. Stappið saman þar til þið náið þeirri áferð sem þið kjósið. Leyfið kartöflumúsina á standa í pottinum við vægan hita á meðan þið útbúið fiskinn og ólífusalsa.Þorskurinn800 g þorskhnakkar, skorinn í 200 g steikurÓlífuolíuSalt og piparAðferð: Þorskhnakkar eru besti hluti þorsksins og jafnast á við fína steik. Byrjið á að skera flökin í jafn stóra bita. Hitið olíu á pönnu og steikið fiskinn á hvorri hlið í þrjár til fjórar mínútur. Kryddið til með salti og pipar. Þegar fiskurinn er alveg að verða klár þá byrjið þið að bæta ólífusalsa saman við.Tómat – og olífusalsaBragðmikið salsa sem fer vel með fiskinum.5 vorlaukar, smátt saxaðirHandfylli svartar ólífur, í bitumHandfylli sólþurrkaðir tómatar, í bitum2 – 3 msk furuhnetur, ristaðarFerskt steinselja, smátt söxuðAðferð: Skerið vorlaukinn niður, ólífur í tvennt og sólþurrkuðu tómatana í bita. Bætið öllu ú á pönnuna með og steikið í 1 – 2 mínútur, bætið steinselju og smjöri út á pönnuna í lokin en smjörið gerir réttinn enn bragðbetri.Ekki missa af Matargleði Evu á fimmtudagskvöldum klukkan 20.10 á Stöð 2.
Kartöflumús Sjávarréttir Uppskriftir Þorskur Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið