Smíða 500 nýja DeLorean bíla Finnur Thorlacius skrifar 17. apríl 2015 15:03 Bílasmiðurinn DeLorean varð gjaldþrota árið 1982 og framleiddi aðeins eina gerð bíls og það eingöngu í um 2 ár. DeLorean bílar voru smíðaðir á Írlandi og voru samtals settir saman 9.000 bílar á stuttri ævi fyrirtækisins. Við gjaldþrot þess voru til íhlutir til smíði mun fleiri bíla og sá lager var fyrir margt löngu keyptur til Bandaríkjanna og eru þeir nú niðurkomnir í gríðarstóru húsnæði í Houston í Texas. Þar er nú unnið bæði að viðgerðum og viðhaldi eldri DeLorean bíla fyrir eigendur þeirra um allan heim, en einnig er þar verið að smíða nýja DeLorean bíla úr þeim íhlutum sem eftir urðu við gjaldþrotið. Smíði þessara nýju DeLorean bíla er draumur eins manns sem hefur haft það að markmiði að halda á lofti merkjum þessa einstaka sportbíls, sem flestir kannast við úr ævintýramyndunum Back to the Future. Nú er talið að um 6.500 eintök séu til af þeim 9.000 sem smíðuð voru á Írlandi snemma á níunda áratug síðustu aldar, en nú munu um 500 eintök bætast við, enda til íhlutir til smíði þeirra. Það er í sjálfu sér magnað að verið sé að smíða nýja bíla úr 33 ára gömlum íhlutun og að þeir séu nákvæmlega eins og þá. Nýjar höfuðstöðvar DMC DeLorean í Houston í Texas. Fjölmargir DeLorean bílar eru fyrir utan. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent
Bílasmiðurinn DeLorean varð gjaldþrota árið 1982 og framleiddi aðeins eina gerð bíls og það eingöngu í um 2 ár. DeLorean bílar voru smíðaðir á Írlandi og voru samtals settir saman 9.000 bílar á stuttri ævi fyrirtækisins. Við gjaldþrot þess voru til íhlutir til smíði mun fleiri bíla og sá lager var fyrir margt löngu keyptur til Bandaríkjanna og eru þeir nú niðurkomnir í gríðarstóru húsnæði í Houston í Texas. Þar er nú unnið bæði að viðgerðum og viðhaldi eldri DeLorean bíla fyrir eigendur þeirra um allan heim, en einnig er þar verið að smíða nýja DeLorean bíla úr þeim íhlutum sem eftir urðu við gjaldþrotið. Smíði þessara nýju DeLorean bíla er draumur eins manns sem hefur haft það að markmiði að halda á lofti merkjum þessa einstaka sportbíls, sem flestir kannast við úr ævintýramyndunum Back to the Future. Nú er talið að um 6.500 eintök séu til af þeim 9.000 sem smíðuð voru á Írlandi snemma á níunda áratug síðustu aldar, en nú munu um 500 eintök bætast við, enda til íhlutir til smíði þeirra. Það er í sjálfu sér magnað að verið sé að smíða nýja bíla úr 33 ára gömlum íhlutun og að þeir séu nákvæmlega eins og þá. Nýjar höfuðstöðvar DMC DeLorean í Houston í Texas. Fjölmargir DeLorean bílar eru fyrir utan.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent