Fótbolti

Breiðablik endaði með fullt hús stiga

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fanndís var á skotskónum í dag.
Fanndís var á skotskónum í dag. vísir/getty
Breiðablik og Stjarnan unnu góða sigra í A-deild Lengjubikars kvenna í gær, en tveir leikir fóru fram í deildinni í gær. Bæði lið eru á leiðinni í undanúrslitin.

Breiðablik vann Fylki 3-0 á gervigrasinu í Lautinni. Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir kom Breiðablik yfir í fyrri hálfleik og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Aldís Kara Lúðvíksdóttir og Rakel Hönnudóttir bættu við mörkum í síðari hálfleik, en Fylkisstúlkur spiluðu einum færri frá 60. mínútu þegar Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Breiðablik hefur unnið alla sína fimm leiki í Lengjubikarnum þetta árið, en Fylkir hefur einungis unnið einn og tapað fjórum. Breiðablik á leið í undanúrslitin.

Stjarnan gerði góða ferð norður og unnu 1-0 sigur á Þór/KA. Ana Cate tryggði Stjörnunni sigur.

Íslandsmeistararnir enda í öðru sætinu með níu stig, en Þór/KA í fjórða sætinu með sex stig.

Breiðablik mætir því Þór/KA í undanúrslitunum á meðan Stjarnan og Selfoss mætast í hinni viðureigninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×