Pandora í háskerpu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. apríl 2015 09:38 Ekki síðan Valve gaf út The Orange Box hafa spilarar fengið jafn mikið fyrir peninginn og með The Handsome Collection. VÍSIR/GEARBOX Segjum sem svo að þú hafir ekki spilað Borderlands 2 eða Borderlands: The Pre-Sequel. Ólíklegt veit ég enda með áhugaverðustu leikjum síðustu ára. En ef svo er þá er The Handsome Collection einstakt tækifæri til að vaða í gegnum byssuóðan frumskóg Borderlands-söguheimsins. Ekki síðan Valve gaf út The Orange Box hafa spilarar fengið jafn mikið fyrir peninginn og með The Handsome Collection. Tveir leikir, ógrynni af aukaefni og allt í skínandi 1080p háskerpu 60 römmum á sekúndu. Spilarar leiða frækinn hóp málaliða í leit að fjársjóði plánetunnar Pandoru og slátra um leið trylltum uppreisnarmönnum og ófreskjum af öllum toga. Spilunin er stórkostleg og fáir fyrstu persónu skotleikir hafa lagt jafn mikinn metnað í að færa spilurum frumlega og umfram allt skemmtilega upplifun. Því miður er fyrsti Borderlandsleikurinn ekki innifalinn og minniháttar frásagnarleg feilspor leikjanna eru enn til staðar. Fjölspilunin er ágæt en þegar tveir spilarar deila skjá á rammatíðni til með að falla snögglega. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Segjum sem svo að þú hafir ekki spilað Borderlands 2 eða Borderlands: The Pre-Sequel. Ólíklegt veit ég enda með áhugaverðustu leikjum síðustu ára. En ef svo er þá er The Handsome Collection einstakt tækifæri til að vaða í gegnum byssuóðan frumskóg Borderlands-söguheimsins. Ekki síðan Valve gaf út The Orange Box hafa spilarar fengið jafn mikið fyrir peninginn og með The Handsome Collection. Tveir leikir, ógrynni af aukaefni og allt í skínandi 1080p háskerpu 60 römmum á sekúndu. Spilarar leiða frækinn hóp málaliða í leit að fjársjóði plánetunnar Pandoru og slátra um leið trylltum uppreisnarmönnum og ófreskjum af öllum toga. Spilunin er stórkostleg og fáir fyrstu persónu skotleikir hafa lagt jafn mikinn metnað í að færa spilurum frumlega og umfram allt skemmtilega upplifun. Því miður er fyrsti Borderlandsleikurinn ekki innifalinn og minniháttar frásagnarleg feilspor leikjanna eru enn til staðar. Fjölspilunin er ágæt en þegar tveir spilarar deila skjá á rammatíðni til með að falla snögglega.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira