Hollande vill efla eftirlit á Miðjarðarhafi Heimir Már Pétursson skrifar 19. apríl 2015 21:13 Talið er að allt að 700 manns hafi farist þegar báti flóttamanna frá Líbíu hvolfdi við strendur landsins síðast liðna nótt. Hollande Frakklandsforseti fór í dag fram á ráðherrafund innan Evrópusambandsins um aðgerðir til að efla björgunarstörf á Miðjarðarhafi, þar sem fimmtán hundruð flóttamenn hafa farist á árinu. Mikill straumur flóttafólks hefur verið frá Líbíu frá því Mohammar Gaddafi fyrrverandi leiðtogi landsins var tekinn af lífi. Fiskibáti með rúmlega 700 manns innanborðs hvolfdi úti fyrir ströndum landsins í nótt en ítölsku strandgæslunni hefur tekist að bjarga 28 manns og tuttugu og fjögur lík hafa fundist í sjónum. Francois Hollande forseti Frakklands hefur farið fram á leiðtogafund innan Evrópusambandsins um flóttamannavandann frá Afríku til Evrópu. „Ég hef ekki frekari upplýsingar um þetta slys í smáatriðum en ég get staðfest að þetta er mannskæðasta sjóslys flóttamanna á Miðjarðarhafi á seinni árum. Þetta slys er hræðilegt, en það áttu sér líka stað harmleikir í síðustu viku sem kostuðu 400 manns lífið. Þannig að tölur um mannfall hafa farið stighækkandi það sem af er árinu. Á síðasta ári fórust fjögur þúsund flóttamenn á Miðjarðarhafi,“ sagði Hollande í viðtali við Stöð 2 franska sjónvarpsins. Varðskipið Týr hefur tekið þátt í björgun hundruð flóttamanna frá Líbíu á Miðjarðarhafi undanfarnar vikur en skipið hefur ekki komið að leit og björgun vegna slyssins sem varð í nótt. Að minnsta kosti 1.500 flóttamenn hafa látið lífið á þessu ári í tilraunum sínum til að komast til Evrópu. Segja má að allt sem flýtur sé notað við flóttann til Evrópu, sem er ekki einskorðaður við Líbani því fólkið kemur víðs vegar að í Afríku. Oman var einn fjölmargra sem bjargað var á Miðjarðarhafi og kom með björgunarskipi til Sikileyjar á föstudag. „Við vorum þrjá daga í sjónum áður en okkur var bjargað. Björgunin dróst mjög á langinn frá því okkur var sagt að hún væri á leiðinni. Við þjáðumst mikið í sjónum. Við reyndum ítrekað að hringja úr farsíma þar til innistæðan var búin. Það voru engin björgunarvesti um borð í bátnum okkar, þannig að áhættan var mikil,“ sagði Oman við komuna ti Sikileyjar. Flóttamenn Tengdar fréttir Líkur á að fleiri finnist á lífi hverfandi Tuttugu og átta hefur verið bjargað í Miðjarðarhafi í dag eftir að bát hvolfdi í Miðjarðarhafinu skömmu eftir miðnætti. 19. apríl 2015 18:09 Hundruð flóttamanna taldir hafa farist við Líbýustrendur Ítalska landhelgisgæslan, maltneski sjóherinn og ýmis skip í einkaeigu taka nú þátt í björgunaraðgerðum. 19. apríl 2015 11:07 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Sjá meira
Talið er að allt að 700 manns hafi farist þegar báti flóttamanna frá Líbíu hvolfdi við strendur landsins síðast liðna nótt. Hollande Frakklandsforseti fór í dag fram á ráðherrafund innan Evrópusambandsins um aðgerðir til að efla björgunarstörf á Miðjarðarhafi, þar sem fimmtán hundruð flóttamenn hafa farist á árinu. Mikill straumur flóttafólks hefur verið frá Líbíu frá því Mohammar Gaddafi fyrrverandi leiðtogi landsins var tekinn af lífi. Fiskibáti með rúmlega 700 manns innanborðs hvolfdi úti fyrir ströndum landsins í nótt en ítölsku strandgæslunni hefur tekist að bjarga 28 manns og tuttugu og fjögur lík hafa fundist í sjónum. Francois Hollande forseti Frakklands hefur farið fram á leiðtogafund innan Evrópusambandsins um flóttamannavandann frá Afríku til Evrópu. „Ég hef ekki frekari upplýsingar um þetta slys í smáatriðum en ég get staðfest að þetta er mannskæðasta sjóslys flóttamanna á Miðjarðarhafi á seinni árum. Þetta slys er hræðilegt, en það áttu sér líka stað harmleikir í síðustu viku sem kostuðu 400 manns lífið. Þannig að tölur um mannfall hafa farið stighækkandi það sem af er árinu. Á síðasta ári fórust fjögur þúsund flóttamenn á Miðjarðarhafi,“ sagði Hollande í viðtali við Stöð 2 franska sjónvarpsins. Varðskipið Týr hefur tekið þátt í björgun hundruð flóttamanna frá Líbíu á Miðjarðarhafi undanfarnar vikur en skipið hefur ekki komið að leit og björgun vegna slyssins sem varð í nótt. Að minnsta kosti 1.500 flóttamenn hafa látið lífið á þessu ári í tilraunum sínum til að komast til Evrópu. Segja má að allt sem flýtur sé notað við flóttann til Evrópu, sem er ekki einskorðaður við Líbani því fólkið kemur víðs vegar að í Afríku. Oman var einn fjölmargra sem bjargað var á Miðjarðarhafi og kom með björgunarskipi til Sikileyjar á föstudag. „Við vorum þrjá daga í sjónum áður en okkur var bjargað. Björgunin dróst mjög á langinn frá því okkur var sagt að hún væri á leiðinni. Við þjáðumst mikið í sjónum. Við reyndum ítrekað að hringja úr farsíma þar til innistæðan var búin. Það voru engin björgunarvesti um borð í bátnum okkar, þannig að áhættan var mikil,“ sagði Oman við komuna ti Sikileyjar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Líkur á að fleiri finnist á lífi hverfandi Tuttugu og átta hefur verið bjargað í Miðjarðarhafi í dag eftir að bát hvolfdi í Miðjarðarhafinu skömmu eftir miðnætti. 19. apríl 2015 18:09 Hundruð flóttamanna taldir hafa farist við Líbýustrendur Ítalska landhelgisgæslan, maltneski sjóherinn og ýmis skip í einkaeigu taka nú þátt í björgunaraðgerðum. 19. apríl 2015 11:07 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Sjá meira
Líkur á að fleiri finnist á lífi hverfandi Tuttugu og átta hefur verið bjargað í Miðjarðarhafi í dag eftir að bát hvolfdi í Miðjarðarhafinu skömmu eftir miðnætti. 19. apríl 2015 18:09
Hundruð flóttamanna taldir hafa farist við Líbýustrendur Ítalska landhelgisgæslan, maltneski sjóherinn og ýmis skip í einkaeigu taka nú þátt í björgunaraðgerðum. 19. apríl 2015 11:07