Kaupa Kínverjar Pirelli? Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2015 09:11 Formúlu 1 dekk frá Pirelli. Nú stefnir flest í það að kínverski dekkja- og hráefnaframleiðandinn ChemChina muni kaupa stóran hlut í ítalska dekkjaframleiðandanum Pirelli. Ef af verður væri það stærstu kaup kínversks fyrirtækis á ítölsku fyrirtæki hingað til. Meiningin með kaupunum er að sameina fyrirtækin tvö undir merkjum Pirelli og yrði fyrirtækið tvöfalt af stærð við þann samruna. Hlutafé í Pirelli er nú á almennum markaði. Engu að síður ætlar ChemChina að reyna að tryggja sér öll þau bréf sem núverandi stærsti einstaki hluthafi, Cam Finanziaria SpA, á ekki í félaginu. Eftir stæðu því tveir eigendur, en sá kínverski þó stærri. Bréf í Pirelli hafa hækkað við þessar fréttir, sem gerir áætlanir kínverska félagsins erfiðari. Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent
Nú stefnir flest í það að kínverski dekkja- og hráefnaframleiðandinn ChemChina muni kaupa stóran hlut í ítalska dekkjaframleiðandanum Pirelli. Ef af verður væri það stærstu kaup kínversks fyrirtækis á ítölsku fyrirtæki hingað til. Meiningin með kaupunum er að sameina fyrirtækin tvö undir merkjum Pirelli og yrði fyrirtækið tvöfalt af stærð við þann samruna. Hlutafé í Pirelli er nú á almennum markaði. Engu að síður ætlar ChemChina að reyna að tryggja sér öll þau bréf sem núverandi stærsti einstaki hluthafi, Cam Finanziaria SpA, á ekki í félaginu. Eftir stæðu því tveir eigendur, en sá kínverski þó stærri. Bréf í Pirelli hafa hækkað við þessar fréttir, sem gerir áætlanir kínverska félagsins erfiðari.
Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent