Sjö sæta bíll frá Subaru á teikniborðinu Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2015 10:15 Subaru Outback skoðaður hátt og lágt. Subaru hefur nú sest að teikniborðinu og hyggst framleiða 7 sæta bíl sem keppa á við Toyota Highlander, Nissan Pathfinder og Honda Pilot og Bandaríkjamarkaði. Subaru framleiddi Tribeca jeppann á árunum 2006 til 2014, en framleiðslu hans var hætt vegna dræmrar sölu. Subaru áætlaði að hann myndi seljast í 36.000 eintökum í Bandaríkjunum á ári, en í fyrra seldist hann í 732 eintökum þar og 1.598 eintökum árið 2013. Nýr 7 sæta bíll frá Subaru verður því ekki byggður á hugmyndafræði Tribeca, heldur verður bíllinn fremur í ætt við hina söluháu Outback og Forester bíla, en stærri en þeir báðir. Sumir hafa kallað áætlaðan nýjan bíl Subaru „Grand Outback“, en alls ekki er þó víst að hann verði byggður á Outback. Það eitt er víst að bílnum verður að mestu beint að Bandaríkjamarkaði og það telja Subaru menn að sé eina leiðin til að tryggja góða sölu hans. Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent
Subaru hefur nú sest að teikniborðinu og hyggst framleiða 7 sæta bíl sem keppa á við Toyota Highlander, Nissan Pathfinder og Honda Pilot og Bandaríkjamarkaði. Subaru framleiddi Tribeca jeppann á árunum 2006 til 2014, en framleiðslu hans var hætt vegna dræmrar sölu. Subaru áætlaði að hann myndi seljast í 36.000 eintökum í Bandaríkjunum á ári, en í fyrra seldist hann í 732 eintökum þar og 1.598 eintökum árið 2013. Nýr 7 sæta bíll frá Subaru verður því ekki byggður á hugmyndafræði Tribeca, heldur verður bíllinn fremur í ætt við hina söluháu Outback og Forester bíla, en stærri en þeir báðir. Sumir hafa kallað áætlaðan nýjan bíl Subaru „Grand Outback“, en alls ekki er þó víst að hann verði byggður á Outback. Það eitt er víst að bílnum verður að mestu beint að Bandaríkjamarkaði og það telja Subaru menn að sé eina leiðin til að tryggja góða sölu hans.
Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent