Franska liðið Paris Saint-Germain verður ekki með fullt lið á móti spænska stórliðinu Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Paris Saint-Germain og Barcelona mætast í fyrri leik sínum í átta liða úrslitunum á Parc des Princes í París í næstu viku.
Varnarmaðurinn David Luiz og miðjumaðurinn Thiago Motta verða hvorugur með í þessum mikilvæga leik. Þeir meiddust báðir aftan í læri en mismikið þó.
David Luiz er frá í fjórar vikur og Thiago Motta í tíu daga en þeir meiddust báðir í deildarleik á móti Marseille um helgina.
David Luiz missir því ekki aðeins af fyrri leiknum því meiðsli brasilíska miðvarðarins eru það alvarleg. Hann reif vöðva aftan í læri en það var aðeins tognun hjá Thiago Motta.
David Luiz skoraði eitt marka Paris Saint-Germain þegar liðið sló út hans gömlu félaga í Chelsea í sextán liða úrslitunum og átti mikinn þátt í að koma PSG svo langt í keppninni.
Tveir öflugir PSG-leikmenn missa af Barcelona-leiknum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn

Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn

Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn
