Ford S-Max les á hraðaskilti og lækkar hraða sjálfur Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2015 09:03 Eigendur Ford S-Max ættu ekki að fá hraðasektir. Í nýjustu útgáfu Ford S-Max bílsins er búnaður sem les á hraðaskilti sem tengist stjórnbúnaði bílsins og lækkar hraða bílsins sjálfur í takt við hraðatakmarkanir. Í upphafi stillir ökumaður hámarkshraða bílsins, en ef nýi búnaðurinn les skilti með lækkuðum hámarkshraða, grípur hann inní. Búnaðurinn virkar einnig í hina áttina, þ.e. er ef hámarkshraði hækkar þá leyfir hann meiri hraða. Það eru myndavélar sem staðsettar eru ofarlega í framrúð bílsins sem les á hraðaskiltin. Ökumenn ráða sjálfir hvort þeir virkja þennan búnað, eður ei, og eru stjórnun hans í stýri bílsins. Stilla má búnaðinn allt frá 20 til 120 mílna hraða, eða 30 til 195 km hraða og láta svo myndavélarnar um að stjórna hraðanum. Þessi búnaður ætti að koma í veg fyrir að eigendur bílanna fái nokkurn tíma hraðasektir, en gæti reyndar orðið nokkuð leiðigjarn fyrir suma ökumenn. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent
Í nýjustu útgáfu Ford S-Max bílsins er búnaður sem les á hraðaskilti sem tengist stjórnbúnaði bílsins og lækkar hraða bílsins sjálfur í takt við hraðatakmarkanir. Í upphafi stillir ökumaður hámarkshraða bílsins, en ef nýi búnaðurinn les skilti með lækkuðum hámarkshraða, grípur hann inní. Búnaðurinn virkar einnig í hina áttina, þ.e. er ef hámarkshraði hækkar þá leyfir hann meiri hraða. Það eru myndavélar sem staðsettar eru ofarlega í framrúð bílsins sem les á hraðaskiltin. Ökumenn ráða sjálfir hvort þeir virkja þennan búnað, eður ei, og eru stjórnun hans í stýri bílsins. Stilla má búnaðinn allt frá 20 til 120 mílna hraða, eða 30 til 195 km hraða og láta svo myndavélarnar um að stjórna hraðanum. Þessi búnaður ætti að koma í veg fyrir að eigendur bílanna fái nokkurn tíma hraðasektir, en gæti reyndar orðið nokkuð leiðigjarn fyrir suma ökumenn.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent