Til að hita upp fyrir úrslitakvöldið fengum við þátttakendurna sex til að svara nokkrum laufléttum spurningum. Spurningarnar sem voru lagðar fyrir keppendur voru hvaðan þeir kæmu og hvers vegna þeir hefðu tekið þátt. Einnig hvar þeir sæu sig eftir fimm ár, hver sé uppáhaldsdómari keppandans og að lokum í hvað hann myndi nota milljónirnar tíu sem fást fyrir að sigra.
Söngkonan Alda Dís Guðmundsdóttir frá Hellissandi mun stíga fyrst á svið á sunnudaginn og hún verður því fyrst til að birtast með sitt myndband hér á Vísi.