Viðskipti erlent

Grikkir greiddu 450 milljóna evra afborgun

Samúel Karl Ólason skrifar
"Aldrei vinna á sunnudegi“ Verslunareigendur í Aþenu mótmæltu því að þurfa að opna verslanir sínar á sunnudögum um páskana.
"Aldrei vinna á sunnudegi“ Verslunareigendur í Aþenu mótmæltu því að þurfa að opna verslanir sínar á sunnudögum um páskana. Vísir/EPA
Grikkir greiddu í dag um 450 milljónir evra, um 210 milljarðar króna, afborgun af láni frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum í dag. Með því drógu þeir úr áhyggjum af hugsanlegu greiðslufalli Grikklands. Grikkir fengu 240 milljarða evra neyðarlán frá öðrum evruríkjum og IMF.

Ný ríkisstjórn Grikklands hefur staðið í stanslausum viðræðum við lánveitendur sína frá því hún tók við völdum í janúar. Þannig vilja Grikkir losna undan skilmálum neyðarlánanna sem leitt hafa til mikilla niðurskurða þar í landi.

Vandræði Grikkja síðustu misseri hafa leitt til þess að áhyggjur hafa myndast um mögulegt gjaldþrot Grikklands og það þeir þurfi að yfirgefa Evrusamstarfið, samkvæmt AP fréttaveitunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×