Mercedes-Benz GLE 17% sparneytnari Finnur Thorlacius skrifar 31. mars 2015 14:05 Mercedes Benz GLE jeppinn. Mercedes Benz hefur gert gagngerar breytingar á GLE jeppanum. Meðal þess er breyttur fram- og aftursvipur en það sem síður er sýnilegt er önnur nálgun hvað varðar útblástur og aflrásir sem setur ný viðmið í þessum flokki bíla. Yfir alla vélarlínuna fer eyðsla og CO2 losun niður um 17% að meðaltali í samanburði við fyrri gerð. ML var söluhæsti jeppi Mercedes-Benz en nú heitir hann GLE í samræmi við nýtt nafnakerfi Mercedes-Benz. GLE er nú í fyrsta sinn boðinn sem tengiltvinnbíll. Til viðbótar við sparneytna 4 strokka 204 hestafla dísilvélina í GLE 250 d og GLE 250 d 4MATIC, er í boði 258 hestafla V6 dísilvél í GLE 350 d 4MATIC með snúningsvægi upp á 620 Newton metra. Margvíslegum aðgerðum er beitt til þess að ná eldsneytisnotkuninni niður. Árangurinn er 6,4 l/100 km sem er 9% minni eldsneytisnotkun en í fyrri gerð. Strax frá markaðssetningu nýrrar GLE kynslóðar verður staðalbúnaður í öllum dísilgerðum níu þrepa 9G-TRONIC sjálfskipting. Þær verða einnig í fyrsta sinn fáanlegar með niðurfærslugír og mismunadrifslæsingu. Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent
Mercedes Benz hefur gert gagngerar breytingar á GLE jeppanum. Meðal þess er breyttur fram- og aftursvipur en það sem síður er sýnilegt er önnur nálgun hvað varðar útblástur og aflrásir sem setur ný viðmið í þessum flokki bíla. Yfir alla vélarlínuna fer eyðsla og CO2 losun niður um 17% að meðaltali í samanburði við fyrri gerð. ML var söluhæsti jeppi Mercedes-Benz en nú heitir hann GLE í samræmi við nýtt nafnakerfi Mercedes-Benz. GLE er nú í fyrsta sinn boðinn sem tengiltvinnbíll. Til viðbótar við sparneytna 4 strokka 204 hestafla dísilvélina í GLE 250 d og GLE 250 d 4MATIC, er í boði 258 hestafla V6 dísilvél í GLE 350 d 4MATIC með snúningsvægi upp á 620 Newton metra. Margvíslegum aðgerðum er beitt til þess að ná eldsneytisnotkuninni niður. Árangurinn er 6,4 l/100 km sem er 9% minni eldsneytisnotkun en í fyrri gerð. Strax frá markaðssetningu nýrrar GLE kynslóðar verður staðalbúnaður í öllum dísilgerðum níu þrepa 9G-TRONIC sjálfskipting. Þær verða einnig í fyrsta sinn fáanlegar með niðurfærslugír og mismunadrifslæsingu.
Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent