Mercedes-Benz GLE 17% sparneytnari Finnur Thorlacius skrifar 31. mars 2015 14:05 Mercedes Benz GLE jeppinn. Mercedes Benz hefur gert gagngerar breytingar á GLE jeppanum. Meðal þess er breyttur fram- og aftursvipur en það sem síður er sýnilegt er önnur nálgun hvað varðar útblástur og aflrásir sem setur ný viðmið í þessum flokki bíla. Yfir alla vélarlínuna fer eyðsla og CO2 losun niður um 17% að meðaltali í samanburði við fyrri gerð. ML var söluhæsti jeppi Mercedes-Benz en nú heitir hann GLE í samræmi við nýtt nafnakerfi Mercedes-Benz. GLE er nú í fyrsta sinn boðinn sem tengiltvinnbíll. Til viðbótar við sparneytna 4 strokka 204 hestafla dísilvélina í GLE 250 d og GLE 250 d 4MATIC, er í boði 258 hestafla V6 dísilvél í GLE 350 d 4MATIC með snúningsvægi upp á 620 Newton metra. Margvíslegum aðgerðum er beitt til þess að ná eldsneytisnotkuninni niður. Árangurinn er 6,4 l/100 km sem er 9% minni eldsneytisnotkun en í fyrri gerð. Strax frá markaðssetningu nýrrar GLE kynslóðar verður staðalbúnaður í öllum dísilgerðum níu þrepa 9G-TRONIC sjálfskipting. Þær verða einnig í fyrsta sinn fáanlegar með niðurfærslugír og mismunadrifslæsingu. Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent
Mercedes Benz hefur gert gagngerar breytingar á GLE jeppanum. Meðal þess er breyttur fram- og aftursvipur en það sem síður er sýnilegt er önnur nálgun hvað varðar útblástur og aflrásir sem setur ný viðmið í þessum flokki bíla. Yfir alla vélarlínuna fer eyðsla og CO2 losun niður um 17% að meðaltali í samanburði við fyrri gerð. ML var söluhæsti jeppi Mercedes-Benz en nú heitir hann GLE í samræmi við nýtt nafnakerfi Mercedes-Benz. GLE er nú í fyrsta sinn boðinn sem tengiltvinnbíll. Til viðbótar við sparneytna 4 strokka 204 hestafla dísilvélina í GLE 250 d og GLE 250 d 4MATIC, er í boði 258 hestafla V6 dísilvél í GLE 350 d 4MATIC með snúningsvægi upp á 620 Newton metra. Margvíslegum aðgerðum er beitt til þess að ná eldsneytisnotkuninni niður. Árangurinn er 6,4 l/100 km sem er 9% minni eldsneytisnotkun en í fyrri gerð. Strax frá markaðssetningu nýrrar GLE kynslóðar verður staðalbúnaður í öllum dísilgerðum níu þrepa 9G-TRONIC sjálfskipting. Þær verða einnig í fyrsta sinn fáanlegar með niðurfærslugír og mismunadrifslæsingu.
Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent