Óður stuðningsmaður Besiktas réðst að þjálfara liðsins, Slaven Bilic, í leik liðsins í Evrópudeildinni í gær.
Þá tapaði Besiktas, 1-3, á heimavelli gegn belgíska liðinu Club Brugge og féll um leið úr leik í Evrópudeildinni.
Stuðningsmaðurinn ruddist inn á völlinn undir lok leiksins. Fór alveg upp að Bilic og hellti sér yfir hann.
Króatíski töffarinn lét stuðningsmanninn ekki slá sig út af laginu. Hann stóð silkislakur og alls óhræddur.
Myndin hér að ofan segir allt sem segja þarf.
Þarf meira til að hræða töffarann Bilic
