Agla Bríet og BMX Bros komust áfram í Ísland Got Talent þætti. BMX bræðurnir flugu áfram á flestum atkvæðum úr símakosningunni en Agla Bríet komst áfram eftir að dómararnir völdu hana áfram fram yfir Tindatríóið.
Önnur atriði sem tóku þátt í kvöld voru tónlistarmaðurinn Lúkas, söngkonan Margrét Saga, danshópurinn Element Crew og færeyski tónlistarmaðurinn Rókur. Þau komust ekki áfram þrátt fyrir gífurlega góð atriði.
Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis, var á staðnum og fangaði stemninguna.

