Vin Diesel skírir nýfædda dóttur eftir Paul Walker Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2015 09:34 Paul Walker og Vin Diesel úr Fast & Furious. Fast & Furious leikarinn Vin Diesel og Paloma Jimenez eiginkona hans eru nýbúin að eignast dóttur, sem er þeirra þriðja barn. Í minningu samleikara Vin Diesel, Paul Walker, hefur stúlkan verið skírð Pauline. Paul Walker lést í hörmulegu bílslysi í nóvember árið 2013, en þá voru tökur á Fast & Furious 7 myndinni langt komnar. Stutt er í að sýningar hefjist á þessari mynd, þ.e. 3. apríl og þar sem 85% af þeim tökum sem Paul Walker átti að sjást í voru afstaðnar þegar Paul Walker lést, spilar hann stórt hlutverk í myndinni. Vin Diesel og Paul Walker voru ekki aðeins samleikarar í Fast & Furious myndunum, heldur náði vinskapur þeirra mun lengra og eyddu þeir miklum tíma saman. Því vill Vin Diesel minnast þessa góðvinar síns með þessari nafngift dóttur sinnar. Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent
Fast & Furious leikarinn Vin Diesel og Paloma Jimenez eiginkona hans eru nýbúin að eignast dóttur, sem er þeirra þriðja barn. Í minningu samleikara Vin Diesel, Paul Walker, hefur stúlkan verið skírð Pauline. Paul Walker lést í hörmulegu bílslysi í nóvember árið 2013, en þá voru tökur á Fast & Furious 7 myndinni langt komnar. Stutt er í að sýningar hefjist á þessari mynd, þ.e. 3. apríl og þar sem 85% af þeim tökum sem Paul Walker átti að sjást í voru afstaðnar þegar Paul Walker lést, spilar hann stórt hlutverk í myndinni. Vin Diesel og Paul Walker voru ekki aðeins samleikarar í Fast & Furious myndunum, heldur náði vinskapur þeirra mun lengra og eyddu þeir miklum tíma saman. Því vill Vin Diesel minnast þessa góðvinar síns með þessari nafngift dóttur sinnar.
Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent