Lewis Hamilton kaupir Ferrari La Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2015 10:46 Lewis Hamilton brosir nú hringinn á nýja La Ferrari bíl sínum. Lewis Hamilton fagnaði sigrinum í Ástralska Formúlu 1 kappakstrinum með því að kaupa sér Ferrari La Ferrari bíl. Ekki er þar um ódýran bíl að ræða en hann kostar 1,5 milljónir dollara, eða ríflega 200 milljónir króna. Einhverjir hefðu haldið að þar sem Lewis Hamilton ekur fyrir Mercedes Benz í Formúlu 1 þá myndi hann fá sér bíl úr smiðju þeirra og að forsvarsmenn Mercedes Benz væru ekki par hrifnir af þessum kaupum ökuþórsins. Það virðist þó ekki standa í þeim og segjast þeir vera alveg sama um kaup hans á þessum Ferrari bíl, enda þar um að ræða einn öflugasta og hraðskreiðasta bíl sem framleiddur er. Það hæfi slíkum ökumanni. Ferrari La Ferrari er tengiltvinnbíll með aflrás sem samanstendur af öflugri bensínvél og rafmótorum sem samtals skila 963 hestöflum. Hann hefur hámarkshraða yfir 350 km/klst og er sneggri í hundraðið en 3 sekúndur. Af honum verða aðeins smíðuð 499 eintök. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent
Lewis Hamilton fagnaði sigrinum í Ástralska Formúlu 1 kappakstrinum með því að kaupa sér Ferrari La Ferrari bíl. Ekki er þar um ódýran bíl að ræða en hann kostar 1,5 milljónir dollara, eða ríflega 200 milljónir króna. Einhverjir hefðu haldið að þar sem Lewis Hamilton ekur fyrir Mercedes Benz í Formúlu 1 þá myndi hann fá sér bíl úr smiðju þeirra og að forsvarsmenn Mercedes Benz væru ekki par hrifnir af þessum kaupum ökuþórsins. Það virðist þó ekki standa í þeim og segjast þeir vera alveg sama um kaup hans á þessum Ferrari bíl, enda þar um að ræða einn öflugasta og hraðskreiðasta bíl sem framleiddur er. Það hæfi slíkum ökumanni. Ferrari La Ferrari er tengiltvinnbíll með aflrás sem samanstendur af öflugri bensínvél og rafmótorum sem samtals skila 963 hestöflum. Hann hefur hámarkshraða yfir 350 km/klst og er sneggri í hundraðið en 3 sekúndur. Af honum verða aðeins smíðuð 499 eintök.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent