Game of Thrones mun spilla fyrir lesendum Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2015 13:45 Vísir/AFP/HBO David Benioff, framleiðandi Game of Thrones, sagði nýverið að þættirnir myndu klárast áður en bækurnar sjö í Song of Ice and Fire seríunni væru komnar út. Þættirnir munu enda á sama máta og bækurnar og munu því spilla fyrir lesendum bókanna. „Sem betur fer höfum við rætt þetta við George um langt skeið, allt frá því að við áttuðum okkur á því að þetta gæti gerst og við vissum hvert stefndi. Á endanum munum við enda á sama stað og George er að fara. Það verða mögulega farnar mismunandi leiðir, en við stefnum á sama stað,“ hefur Vanity Fair, eftir Benioff. „Ég vildi að vissu leyti að við þyrftum ekki að spilla fyrir, en við erum fastir á milli steins og sleggju. Sýningin verður að halda áfram og við ætlum okkur að gera það.“ Fimmta sería GOT, sem hefst í næsta mánuði mun fjalla um fjórðu og fimmtu bækur SOIAF, A Feast for Crows og A Dance with Dragons. Þá verða bæði lesendur og áhorfendur á sama stað í sögunni. George R.R. Martin, höfundur sögunnar, hefur hætt við fjölda ráðstefna og viðtala og segist vera að einbeita sér af því að klára sjöttu bókina, The Winds of Winter. Þá hefur hann gefið í skyn að mögulega verði hann búinn að skrifa hana í sumar. Því er mögulegt að lesendur verði aftur komnir lengra áfram í sögunni, en þeir sem horfa eingöngu á þættina. Hins vegar verður að teljast ljóst að slíkt er nánast ómögulegt fyrir sjöundu seríu. Sjöunda bókin mun heita A Dream of Spring, en fyrsta bókin A Game of Thrones, var gefin út árið 1996. Ef einhverjir vilja rifja upp hvað hafi gerst hingað til í Westeros og hinum gífurlega flókna heimi sem George R.R. Martin hefur skapað er það mögulegt hér á aðdáendasíðunni Westeros.org. Sýning fimmtu seríunnar hefst þann 13. apríl. Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones sýndir í 170 löndum samtímis Til þessa hefur samstilling á frumsýningum á leiknum sjónvarpsþáttum ekki náð til Íslands. 10. mars 2015 16:43 „Fólk mun deyja sem deyr ekki í bókunum“ George R.R. Martin segir að aðdáendur Game of Thrones þurfi að vera á tánum. 17. febrúar 2015 10:46 Heimsfrumsýning á Vísi: Á bak við tjöldin við gerð Game of Thrones Hálftímalangur þáttur sem HBO gerði þar sem farið er á bak við tjöldin við gerð þáttanna. 9. febrúar 2015 01:00 Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Sjá meira
David Benioff, framleiðandi Game of Thrones, sagði nýverið að þættirnir myndu klárast áður en bækurnar sjö í Song of Ice and Fire seríunni væru komnar út. Þættirnir munu enda á sama máta og bækurnar og munu því spilla fyrir lesendum bókanna. „Sem betur fer höfum við rætt þetta við George um langt skeið, allt frá því að við áttuðum okkur á því að þetta gæti gerst og við vissum hvert stefndi. Á endanum munum við enda á sama stað og George er að fara. Það verða mögulega farnar mismunandi leiðir, en við stefnum á sama stað,“ hefur Vanity Fair, eftir Benioff. „Ég vildi að vissu leyti að við þyrftum ekki að spilla fyrir, en við erum fastir á milli steins og sleggju. Sýningin verður að halda áfram og við ætlum okkur að gera það.“ Fimmta sería GOT, sem hefst í næsta mánuði mun fjalla um fjórðu og fimmtu bækur SOIAF, A Feast for Crows og A Dance with Dragons. Þá verða bæði lesendur og áhorfendur á sama stað í sögunni. George R.R. Martin, höfundur sögunnar, hefur hætt við fjölda ráðstefna og viðtala og segist vera að einbeita sér af því að klára sjöttu bókina, The Winds of Winter. Þá hefur hann gefið í skyn að mögulega verði hann búinn að skrifa hana í sumar. Því er mögulegt að lesendur verði aftur komnir lengra áfram í sögunni, en þeir sem horfa eingöngu á þættina. Hins vegar verður að teljast ljóst að slíkt er nánast ómögulegt fyrir sjöundu seríu. Sjöunda bókin mun heita A Dream of Spring, en fyrsta bókin A Game of Thrones, var gefin út árið 1996. Ef einhverjir vilja rifja upp hvað hafi gerst hingað til í Westeros og hinum gífurlega flókna heimi sem George R.R. Martin hefur skapað er það mögulegt hér á aðdáendasíðunni Westeros.org. Sýning fimmtu seríunnar hefst þann 13. apríl.
Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones sýndir í 170 löndum samtímis Til þessa hefur samstilling á frumsýningum á leiknum sjónvarpsþáttum ekki náð til Íslands. 10. mars 2015 16:43 „Fólk mun deyja sem deyr ekki í bókunum“ George R.R. Martin segir að aðdáendur Game of Thrones þurfi að vera á tánum. 17. febrúar 2015 10:46 Heimsfrumsýning á Vísi: Á bak við tjöldin við gerð Game of Thrones Hálftímalangur þáttur sem HBO gerði þar sem farið er á bak við tjöldin við gerð þáttanna. 9. febrúar 2015 01:00 Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Sjá meira
Game of Thrones sýndir í 170 löndum samtímis Til þessa hefur samstilling á frumsýningum á leiknum sjónvarpsþáttum ekki náð til Íslands. 10. mars 2015 16:43
„Fólk mun deyja sem deyr ekki í bókunum“ George R.R. Martin segir að aðdáendur Game of Thrones þurfi að vera á tánum. 17. febrúar 2015 10:46
Heimsfrumsýning á Vísi: Á bak við tjöldin við gerð Game of Thrones Hálftímalangur þáttur sem HBO gerði þar sem farið er á bak við tjöldin við gerð þáttanna. 9. febrúar 2015 01:00