Bílar með slétta tölu í skráningarnúmeri bannaðir í París í gær Finnur Thorlacius skrifar 25. mars 2015 09:53 Lögreglumaður í París skoðar skráningarnúmer bíla. Svo mikil er mengun af bílum í París að yfirvöld þar hafa brugðið á það ráð að banna á víxl bíla með skráningarnúmerum sem enda á sléttum tölum og oddatölum í einn dag í senn. Í gær voru það bílar með skráningarnúmerum sem enda á sléttum tölum sem bannað var að aka um miðborgina. Samhliða banninu var ókeypis að ferðast með almenningssamgöngum í borginni. Tvinnbílum og tvintengibílum er samt leyfilegt að aka um borgin á þessum banndögum. Þetta er ekki í fyrst skipti sem þessari aðferð er beytt, en það gerðist síðast í mars á síðasta ári. Viðurlög við brotum á banninu eru 30 evrur og í fyrra sektaði lögreglan í París 4.000 ökumenn sem hlýttu ekki banninu. Frönsk yfirvöld eru að íhuga annarskonar aðgerðir til að stemma stigu við þeirri miklu mengun sem í borginni verður oft, meðal annars að banna eldri gerðir bíla sem menga meira en nýir og að lækka hámarkshraða allsstaðar niður í 30 km. Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent
Svo mikil er mengun af bílum í París að yfirvöld þar hafa brugðið á það ráð að banna á víxl bíla með skráningarnúmerum sem enda á sléttum tölum og oddatölum í einn dag í senn. Í gær voru það bílar með skráningarnúmerum sem enda á sléttum tölum sem bannað var að aka um miðborgina. Samhliða banninu var ókeypis að ferðast með almenningssamgöngum í borginni. Tvinnbílum og tvintengibílum er samt leyfilegt að aka um borgin á þessum banndögum. Þetta er ekki í fyrst skipti sem þessari aðferð er beytt, en það gerðist síðast í mars á síðasta ári. Viðurlög við brotum á banninu eru 30 evrur og í fyrra sektaði lögreglan í París 4.000 ökumenn sem hlýttu ekki banninu. Frönsk yfirvöld eru að íhuga annarskonar aðgerðir til að stemma stigu við þeirri miklu mengun sem í borginni verður oft, meðal annars að banna eldri gerðir bíla sem menga meira en nýir og að lækka hámarkshraða allsstaðar niður í 30 km.
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent