Bílar með slétta tölu í skráningarnúmeri bannaðir í París í gær Finnur Thorlacius skrifar 25. mars 2015 09:53 Lögreglumaður í París skoðar skráningarnúmer bíla. Svo mikil er mengun af bílum í París að yfirvöld þar hafa brugðið á það ráð að banna á víxl bíla með skráningarnúmerum sem enda á sléttum tölum og oddatölum í einn dag í senn. Í gær voru það bílar með skráningarnúmerum sem enda á sléttum tölum sem bannað var að aka um miðborgina. Samhliða banninu var ókeypis að ferðast með almenningssamgöngum í borginni. Tvinnbílum og tvintengibílum er samt leyfilegt að aka um borgin á þessum banndögum. Þetta er ekki í fyrst skipti sem þessari aðferð er beytt, en það gerðist síðast í mars á síðasta ári. Viðurlög við brotum á banninu eru 30 evrur og í fyrra sektaði lögreglan í París 4.000 ökumenn sem hlýttu ekki banninu. Frönsk yfirvöld eru að íhuga annarskonar aðgerðir til að stemma stigu við þeirri miklu mengun sem í borginni verður oft, meðal annars að banna eldri gerðir bíla sem menga meira en nýir og að lækka hámarkshraða allsstaðar niður í 30 km. Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent
Svo mikil er mengun af bílum í París að yfirvöld þar hafa brugðið á það ráð að banna á víxl bíla með skráningarnúmerum sem enda á sléttum tölum og oddatölum í einn dag í senn. Í gær voru það bílar með skráningarnúmerum sem enda á sléttum tölum sem bannað var að aka um miðborgina. Samhliða banninu var ókeypis að ferðast með almenningssamgöngum í borginni. Tvinnbílum og tvintengibílum er samt leyfilegt að aka um borgin á þessum banndögum. Þetta er ekki í fyrst skipti sem þessari aðferð er beytt, en það gerðist síðast í mars á síðasta ári. Viðurlög við brotum á banninu eru 30 evrur og í fyrra sektaði lögreglan í París 4.000 ökumenn sem hlýttu ekki banninu. Frönsk yfirvöld eru að íhuga annarskonar aðgerðir til að stemma stigu við þeirri miklu mengun sem í borginni verður oft, meðal annars að banna eldri gerðir bíla sem menga meira en nýir og að lækka hámarkshraða allsstaðar niður í 30 km.
Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent