Frelsun geirvörtunnar: „Brjóst eru ekki kynfæri“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. mars 2015 20:54 Bóel og Heiður hvetja nemendur í Verzló og HÍ til að skilja brjósthaldarann eftir heima á morgun. Vísir/Getty „Við hvetjum bara allar konur í skólanum, nemendur og kennara, til að sleppa því að vera í brjósthaldara á morgun. Strákar geta líka klippt gat á bolina og sýnt þannig á sér geirvörturnar,“ segir Bóel Sigríður Guðbrandsdóttir, formaður Femínistafélags Verzlunarskóla Íslands, en Free the Nipple-dagur verður haldinn í skólanum á morgun. Upphaf málsins má rekja til þess að stelpa sem er nemandi í Verzló birti mynd af sér á Twitter í dag þar sem hún var ber að ofan. Hún var síðan gagnrýnd af strák á Twitter fyrir myndbirtinguna en netheimar risu upp henni til stuðnings og hafa nú fjölmargar myndir birst á samfélagsmiðlum af stelpum, og strákum, berum að ofan með merkinu #freethenipple.Sjá einnig: Finnst ömurlegt að geta ekki flaggað þessum djásnumBóel Sigríður Guðbrandsdóttir, formaður Feminístafélags Verzlunarskóla Íslands.Mynd/Einar Gísli ÞorbjörnssonDásömum líkamann „Markmiðið er einfaldlega að stuðla að kynjajafnrétti. Það er svo mikið tabú að konur séu berar að ofan og það er viðtekið innan samfélagsins að þetta sé eitthvað sem megi ekki. Brjóst eru ekki kynfæri og við viljum bara dásama líkamann,“ segir Bóel. Free the Nipple-dagur verður einnig haldinn í nokkrum öðrum menntaskólum sem og í Háskóla Íslands. „Út af því að þetta fór út fyrir skólann þá voru viðbrögðin miklu meiri en við bjuggumst við. En þetta er bara alveg frábært og við erum rosalega ánægð með þetta.“Heiður Anna Helgadóttir, formaður Femínistafélags Háskóla Íslands.Mynd/Heiður Anna HelgadóttirMaður á að fá að vera eins og maður vill Heiður Anna Helgadóttir, formaður Femínistafélags Háskóla Íslands, segir að félagið hafi gripið augnablikið sem varð í dag í kringum #freethenipple og vilji halda Free the Nipple-dag til að sýna samstöðu. „Fyrir mér snýst þetta um að vera eins og maður vill. Að maður megi sleppa því að vera í brjósthaldara eða vera í gegnsæjum bol og sýna brjóstin og geirvörturnar. Að sama skapi, ef að þér finnst þægilegt að vera í brjósthaldara, þá máttu það líka,“ segir Heiður. Hún nefnir þá samfélagslegu pressu sem er á konum og stelpum um að ekki megi sjást í geirvörturnar. „Þetta er bara líkamspartur. Strákar eru líka með brjóst og geirvörtur og það er allt í lagi þó að þeir sýni þær. Það á að gilda það sama um okkur.“„Frelsum geirvörtuna! Berbrystingar sameinumst!“ Hún segir Free the Nipple-daginn hafa fengið góðar undirtektir hjá nemendum háskólans. „Ég efast um að sé einhver að fara að mæta ber að ofan, enda enginn strákur sem mætir ber að ofan í skólann. En ég vona að það mæti einhverjar ekki í brjósthaldara og gefi smá „fuck you“ á þessa samfélagslegu pressu,“ segir Heiður. Þá bendir hún að lokum á viðburð sem boðað hefur verið til á Austurvelli í sumar undir yfirskriftinni „Frelsum geirvörtuna! Berbrystingar sameinumst!“ Þar eru konur hvattar til að mæta á Austurvöll þann 1. júní. og fara berbrjósta í sólbað.#freethenipple Tweets #FreeTheNipple Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Fleiri fréttir Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Sjá meira
„Við hvetjum bara allar konur í skólanum, nemendur og kennara, til að sleppa því að vera í brjósthaldara á morgun. Strákar geta líka klippt gat á bolina og sýnt þannig á sér geirvörturnar,“ segir Bóel Sigríður Guðbrandsdóttir, formaður Femínistafélags Verzlunarskóla Íslands, en Free the Nipple-dagur verður haldinn í skólanum á morgun. Upphaf málsins má rekja til þess að stelpa sem er nemandi í Verzló birti mynd af sér á Twitter í dag þar sem hún var ber að ofan. Hún var síðan gagnrýnd af strák á Twitter fyrir myndbirtinguna en netheimar risu upp henni til stuðnings og hafa nú fjölmargar myndir birst á samfélagsmiðlum af stelpum, og strákum, berum að ofan með merkinu #freethenipple.Sjá einnig: Finnst ömurlegt að geta ekki flaggað þessum djásnumBóel Sigríður Guðbrandsdóttir, formaður Feminístafélags Verzlunarskóla Íslands.Mynd/Einar Gísli ÞorbjörnssonDásömum líkamann „Markmiðið er einfaldlega að stuðla að kynjajafnrétti. Það er svo mikið tabú að konur séu berar að ofan og það er viðtekið innan samfélagsins að þetta sé eitthvað sem megi ekki. Brjóst eru ekki kynfæri og við viljum bara dásama líkamann,“ segir Bóel. Free the Nipple-dagur verður einnig haldinn í nokkrum öðrum menntaskólum sem og í Háskóla Íslands. „Út af því að þetta fór út fyrir skólann þá voru viðbrögðin miklu meiri en við bjuggumst við. En þetta er bara alveg frábært og við erum rosalega ánægð með þetta.“Heiður Anna Helgadóttir, formaður Femínistafélags Háskóla Íslands.Mynd/Heiður Anna HelgadóttirMaður á að fá að vera eins og maður vill Heiður Anna Helgadóttir, formaður Femínistafélags Háskóla Íslands, segir að félagið hafi gripið augnablikið sem varð í dag í kringum #freethenipple og vilji halda Free the Nipple-dag til að sýna samstöðu. „Fyrir mér snýst þetta um að vera eins og maður vill. Að maður megi sleppa því að vera í brjósthaldara eða vera í gegnsæjum bol og sýna brjóstin og geirvörturnar. Að sama skapi, ef að þér finnst þægilegt að vera í brjósthaldara, þá máttu það líka,“ segir Heiður. Hún nefnir þá samfélagslegu pressu sem er á konum og stelpum um að ekki megi sjást í geirvörturnar. „Þetta er bara líkamspartur. Strákar eru líka með brjóst og geirvörtur og það er allt í lagi þó að þeir sýni þær. Það á að gilda það sama um okkur.“„Frelsum geirvörtuna! Berbrystingar sameinumst!“ Hún segir Free the Nipple-daginn hafa fengið góðar undirtektir hjá nemendum háskólans. „Ég efast um að sé einhver að fara að mæta ber að ofan, enda enginn strákur sem mætir ber að ofan í skólann. En ég vona að það mæti einhverjar ekki í brjósthaldara og gefi smá „fuck you“ á þessa samfélagslegu pressu,“ segir Heiður. Þá bendir hún að lokum á viðburð sem boðað hefur verið til á Austurvelli í sumar undir yfirskriftinni „Frelsum geirvörtuna! Berbrystingar sameinumst!“ Þar eru konur hvattar til að mæta á Austurvöll þann 1. júní. og fara berbrjósta í sólbað.#freethenipple Tweets
#FreeTheNipple Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Fleiri fréttir Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning