Asos, sem er bresk fatasíða, segir markmið fyrirtækisins frá upphafi hafa verið að einblína á konur á uppleið þegar þau velja fyrirsætur. Florence Welch og Lady Gaga voru meðal þeirra sem sátu fyrir í myndaþætti fyrir blaðið þegar þær voru að stíga sín fyrstu skref í sviðsljósinu, einnig var Glee stjarnan Lea Michele á forsíðu blaðsins þegar Glee var að hefja göngu sína.

Sú verðlaun gerðu það að verkum að hún fór úr því að vera lítt þekkt í að verða heimsfræg. Einnig birtist Taylor Swift á forsíðu blaðsins árið 2014, nokkrum vikum áður en hún gaf út plötuna „1989“.
Blaðið er gefið út tíu sinnum á ári af bresku fatasíðunni Asos. Fyrsta blaðið kom út árið 2006. Núna skoða um 486.000 manns prentvænu útgáfuna af tímaritinu í hverjum mánuði og um 120.000 manns á netinu.