Guðfinnu virðist ekki þykja mikið til dagsins koma ef marka má ummæli hennar á Facebook.
„Frelsum geirvörtuna-dagurinn er alveg hámark plebbismans,“ skrifaði Guðfinna Jóhanna á Facebook í morgun en færsluna má sjá hér að neðan.
Færsla Guðfinnu hefur vakið töluverða athygli og margir sem tjá sig um hana á Twitter. Hún er þó langt í frá sú eina sem hefur gagnrýnt #FreeTheNipple byltinguna eins og sjá má í ummælakerfum við fyrri fréttir sem Vísir hefur skrifað vegna málsins.