Hópur stúlkna úr Kvennaskólanum í Reykjavík gekk nú fyrir skemmstu fylktu liði berbrjósta um miðbæinn til að taka þátt í deginum.
Þetta var bara að gerast! Áfram rokkuðu menntaskólapíur! #FreeTheNipplepic.twitter.com/ZJE2KOr4Ur
— Hildur Hjörvar (@hhjorvar) March 26, 2015
„Við vorum bara að koma aftur í hús,“ segir Embla Huld Þorleifsdóttir, nemi við Kvennaskólann í Reykjavík. Hún gekk niður Bankastrætið ásamt þrettán öðrum stúlkum og allar áttu þær sameiginlegt að flagga brjóstunum.
„Við vorum, eins og allir, búnar að fylgjast með umræðunni á Twitter og netinu og ákváðum að taka þetta skrefinu lengra. Við röltum úr skólanum, eftir Þingholtsstrætinu, niður Bankastrætið og enduðum að fara á Lækjartorg og fyrir framan þinghúsið.“Aðspurð segir hún að þeim hafi ekki orðið kalt enda hafi sólin byrjað að skína fyrir skemmstu.
„Okkur var tekið rosalega vel. Konur komu út í glugga og öskruðu á okkur, ein hljóp út og beraði sig með okkur, bílar hægðu á sér og margir tóku myndir. Að vísu var ein sem púaði á okkur en hún var í miklum minnihluta,“ segir Embla Huld.
Harðkjarna Kvennó konur vilja breytingu! Samfélagið þarf að rífa sig inn í 21. öldina! #freethenipple #Injustices pic.twitter.com/n3ODITbadD
— hlandri (@Andrisig97) March 26, 2015