Lyons LM2 Streamliner er 1.700 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 26. mars 2015 15:06 Einn alöflugasti bíll sem framleiddur hefur verið verður sýndur á bílasýningunni í New York sem hefst í næstu viku. Þessi bíll er í senn einn sá alljótasti að sögn þeirra bílablaðamanna sem fjallað hafa um bílinn á erlendum bílavefjum. Einn þeirra sagði reyndar að hann væri ljótasti bíll síðan Pontiak Aztek var framleiddur. Framleiðandi bílsins öfluga er Lyons Motor Car Limited sem staðsett er í New York. Bíllinn hefur fengið nafnið LM2 Streamliner og hann skartar 8,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum sem skilar 1.700 hestöflum og 1.610 pund-feta togi. LM2 Streamliner er fjórhjóladrifinn og með 7 gíra DSG skiptingu. Allt þetta afl skilar bílnum í 100 km hraða á aðeins 2,2 sekúndum og 100 mílna hraða (161 km/klst) á 4,1 sekúndu. Þessi bíll ætti því að geta velgt bílum Koenigsegg undir uggum á sprettinum, en hvað útlit varðar keppir hann í flokki annarsskonar bíla. Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent
Einn alöflugasti bíll sem framleiddur hefur verið verður sýndur á bílasýningunni í New York sem hefst í næstu viku. Þessi bíll er í senn einn sá alljótasti að sögn þeirra bílablaðamanna sem fjallað hafa um bílinn á erlendum bílavefjum. Einn þeirra sagði reyndar að hann væri ljótasti bíll síðan Pontiak Aztek var framleiddur. Framleiðandi bílsins öfluga er Lyons Motor Car Limited sem staðsett er í New York. Bíllinn hefur fengið nafnið LM2 Streamliner og hann skartar 8,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum sem skilar 1.700 hestöflum og 1.610 pund-feta togi. LM2 Streamliner er fjórhjóladrifinn og með 7 gíra DSG skiptingu. Allt þetta afl skilar bílnum í 100 km hraða á aðeins 2,2 sekúndum og 100 mílna hraða (161 km/klst) á 4,1 sekúndu. Þessi bíll ætti því að geta velgt bílum Koenigsegg undir uggum á sprettinum, en hvað útlit varðar keppir hann í flokki annarsskonar bíla.
Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent