Strákarnir sungu fyrir Aron og færðu honum köku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2015 08:44 Aron Einar ræðir við fjölmiðla í Astana í morgun. Vísir/Óskar Aron Einar Gunnarsson varð pabbi í fyrsta sinn skömmu eftir komuna til Kasakstan og íslenski landsliðsfyrirliðinn var spurður út í tilfinninguna á blaðamannafundi íslenska liðsins í morgun. „Það var skrítið fyrir mig að geta ekki verið hjá henni. Það var sameiginleg ákvörðun hjá okkur að ég færi í þennan leik því þetta er augljóslega mjög stór leikur fyrir okkur upp á framhaldið í keppninni," sagði Aron Einar. „Það var samt yndisleg tilfinnig að verða pabbi. Það var samt jafnframt erfitt að sætta sig við það að missa af þessu því auðvitað vildi ég vera þarna þegar sá litli fæddist. Svona er þetta bara og ég get ekki breytt neinu núna," sagði Aron. Strákarnir í íslenska liðinu héldu veislu fyrir Aron í gærkvöldi til að halda upp á fæðingu sonar hans. Hann fékk köku og svo var sungið fyrir hann. „Þetta kom mér algjörlega á óvart en mér leið mjög vel með þetta hjá þeim. Það er frábært að strákarnir voru að hugsa til mín og styðja mig í þessu. Ég bjóst við því að Lars Lagerbäck myndi syngja líka en það gerðist ekki," sagði Aron hlæjandi. „Þetta var mjög gott hjá strákunum og starfsliðinu. Ég held að Þorgrímur Þráinsson hafi verið maðurinn á bak við þetta allt saman. Mér leið mjög vel á eftir," sagði Aron Einar. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Unnusta Arons Einars: Hef reynt allt Kristbjörg Jónasdóttir vonaðist til að drengurinn myndi bíða til mánudags. 26. mars 2015 12:30 Aron Einar varð faðir í morgun Landsliðsfyrirliðinn missti af fæðingu sonar síns þar sem hann er staddur í Kasakstan. 26. mars 2015 10:00 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson varð pabbi í fyrsta sinn skömmu eftir komuna til Kasakstan og íslenski landsliðsfyrirliðinn var spurður út í tilfinninguna á blaðamannafundi íslenska liðsins í morgun. „Það var skrítið fyrir mig að geta ekki verið hjá henni. Það var sameiginleg ákvörðun hjá okkur að ég færi í þennan leik því þetta er augljóslega mjög stór leikur fyrir okkur upp á framhaldið í keppninni," sagði Aron Einar. „Það var samt yndisleg tilfinnig að verða pabbi. Það var samt jafnframt erfitt að sætta sig við það að missa af þessu því auðvitað vildi ég vera þarna þegar sá litli fæddist. Svona er þetta bara og ég get ekki breytt neinu núna," sagði Aron. Strákarnir í íslenska liðinu héldu veislu fyrir Aron í gærkvöldi til að halda upp á fæðingu sonar hans. Hann fékk köku og svo var sungið fyrir hann. „Þetta kom mér algjörlega á óvart en mér leið mjög vel með þetta hjá þeim. Það er frábært að strákarnir voru að hugsa til mín og styðja mig í þessu. Ég bjóst við því að Lars Lagerbäck myndi syngja líka en það gerðist ekki," sagði Aron hlæjandi. „Þetta var mjög gott hjá strákunum og starfsliðinu. Ég held að Þorgrímur Þráinsson hafi verið maðurinn á bak við þetta allt saman. Mér leið mjög vel á eftir," sagði Aron Einar.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Unnusta Arons Einars: Hef reynt allt Kristbjörg Jónasdóttir vonaðist til að drengurinn myndi bíða til mánudags. 26. mars 2015 12:30 Aron Einar varð faðir í morgun Landsliðsfyrirliðinn missti af fæðingu sonar síns þar sem hann er staddur í Kasakstan. 26. mars 2015 10:00 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjá meira
Unnusta Arons Einars: Hef reynt allt Kristbjörg Jónasdóttir vonaðist til að drengurinn myndi bíða til mánudags. 26. mars 2015 12:30
Aron Einar varð faðir í morgun Landsliðsfyrirliðinn missti af fæðingu sonar síns þar sem hann er staddur í Kasakstan. 26. mars 2015 10:00