Tilgangslausasti vegur heims Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2015 10:12 Í Sameinuðu arabísku furstadæmunum finnst 35,4 kílómetra vegur sem liggur til, ja eiginlega ekki nokkurs áfangastaðar. Vegurinn endar þó á Jebel Al Jais fjallinu, sem er hæsti staður furstadæmanna, í 1.930 metra hæð og þaðan þarf að aka veginn aftur til baka. Þessi vegur er eintaklega vandaður að gerð og sléttur og í raun draumur bílaáhugamannsins. Það nýttu þeir hjá Jaguar sér og gerðu þetta myndskeið til kynningar á tveimur bílgerðum sínum. Hvar annarsstaðar en í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa yfirvöld efni á að leggja svo til tilgangslausan veg fyrir 11 milljarða króna? Það var upphæðin sem lagning vegarins kostaði. Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent
Í Sameinuðu arabísku furstadæmunum finnst 35,4 kílómetra vegur sem liggur til, ja eiginlega ekki nokkurs áfangastaðar. Vegurinn endar þó á Jebel Al Jais fjallinu, sem er hæsti staður furstadæmanna, í 1.930 metra hæð og þaðan þarf að aka veginn aftur til baka. Þessi vegur er eintaklega vandaður að gerð og sléttur og í raun draumur bílaáhugamannsins. Það nýttu þeir hjá Jaguar sér og gerðu þetta myndskeið til kynningar á tveimur bílgerðum sínum. Hvar annarsstaðar en í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa yfirvöld efni á að leggja svo til tilgangslausan veg fyrir 11 milljarða króna? Það var upphæðin sem lagning vegarins kostaði.
Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent