Eftir klaufagang í vörn Hollendinga skoraði Burak Yilmaz með frábæru skoti, en hann kláraði færið afar vel. Staðan var 1-0 í hálfleik.
Í síðari hálfleik var svipað uppá teningnum og í þeim fyrri. Hollendingar voru meira með boltann, en Tyrkirnir spiluðu afar sterkan varnarleik. Það var í uppbótartíma sem Wesley Sneijder skaut í Klaas-Jan Huntelaar og inn. Lokatölur 1-1.
Holland er í þriðja sætinu með sjö stig, en Tyrkland er í því fjórða með fimm stig. Ísland er í öðru sætinu með tólf stig, en Tékkar í fyrsta með þrettán.