Eiður Smári Guðjohnsen kom Íslandi yfir með marki á 23. mínútu eftir undirbúning Jóhanns Bergs Guðmundssonar og Birkir Bjarnason tvöfaldaði forskotið með skallamarki eftir sendingu Gylfa Þórs á 32. mínútu.
Í seinni hálfleik skoraði Birkir svo aftur í uppbótartíma með skoti sem fór af varnarmanni og í netið.
Hér að neðan má sjá mörkin sem strákarnir skoruðu í Astana en leikurinn var í beinni útsendingu á RÚV.