Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir skrifar 28. mars 2015 22:12 Að elda mat í ofni er einföld matargerð, það er algjör óþarfi að standa yfir henni þó svo að hún taki stundum langan tíma. Í staðinn er hægt að nýta tímann til góðra verka t.d. að útbúa gómsætan eftirrétt eða bara hafa það gott í sófanum með góða bók.1 lambalæri, rúmlega 3 kgSalt og nýmalaður piparLambakjötskrydd 1 msk t.d. Bezt á LambiðÓlífuolía3 stórir laukar, grófsaxaðir1 heill hvítlaukur, skorinn í tvennt, þversum2 fenníkur (fennel), skornar í fernt3 sellerístilkar, grófsneiddir5 gulrætur1 rauð paprika700 ml grænmetissoð3 greinar tímían2 greinar rósmarínHandfylli fersk steinseljaSmjörAðferð: 1. Hitið ofninn í 120°C. 2. Finnið til stóran steikarpott eða stórt eldfast mót. 3. Leggið lærið í steikingarpottinn eða mótið, veltið upp úr ólífuolíu og kyddið með salti, pipar og lambakjötkryddi. 4. Bætið grænmetinu í steikarpottinn/eldfasta mótið. 5. Hellið soði í pottinn. Lokið pottinum eða leggið álpappír þétt yfir mótið. 6. Bakið lærið í miðjum ofni í sjö klukkustundir. 7. Þegar 30 mínútur eru eftir af eldunartímanum er lokið eða álpappírinn tekinn af, fínsöxuðum kryddjurtum og smjöri er bætt út í pottinn og hitinn í ofninum hækkaður í 200°C. Þá verður puran dökk og stökk. 8. Það er mikilvægt að leyfa kjötinu að hvíla í lágmark 20 mínútur áður en þið berið það fram.Ljúffengt kartöflugratín8 dl rjómi 1 laukur, skorinn í strimla 1 kjúklingateningur 1 msk blandað krydd t.d. Bezt á allt salt og pipar rifinn osturAðferð:1. Kartöflurnar skolaðar vel og skornar í sneiðar ca. ½ cm 2. Laukur skorinn niður og steiktur upp úr smjöri í smá stund. Kartöflum, rjóma, kjúklingatening og kryddi er blandan saman í pottinum. 3. Sjóðið við vægan hita í 10-15 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar vel mjúkar. 4. Hellið þá kartöflublöndunni í eldfast mót, dreifið rifnum osti yfir og hitið í ofni við 200°C í ca. 20 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og orðin gullinbrúnn.Sveppasósa með piparostiSmjör 250 g sveppir, skornir í sneiðar 1 – 2 tsk lambakjötskrydd t.d. Bezt á Lambið 1/2 l rjómi 1/2-1 piparostur, skorin í smáa bita ½ kjúklingateningurAðferð: 1. Bræðið smjör í potti. Látið sveppina malla við vægan hita í smjörinu í nokkrar mínútur. Kryddið til með lambakjötskryddi. 2. Hellið rjóma yfir og bætið piparosti saman við. Látið sjóða saman við vægan hita um stund. Hrærið í á meðan og passið að osturinn brenni ekki við. 3. Bætið tening í pottinn og leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur. Eva Laufey Lambakjöt Páskar Uppskriftir Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Að elda mat í ofni er einföld matargerð, það er algjör óþarfi að standa yfir henni þó svo að hún taki stundum langan tíma. Í staðinn er hægt að nýta tímann til góðra verka t.d. að útbúa gómsætan eftirrétt eða bara hafa það gott í sófanum með góða bók.1 lambalæri, rúmlega 3 kgSalt og nýmalaður piparLambakjötskrydd 1 msk t.d. Bezt á LambiðÓlífuolía3 stórir laukar, grófsaxaðir1 heill hvítlaukur, skorinn í tvennt, þversum2 fenníkur (fennel), skornar í fernt3 sellerístilkar, grófsneiddir5 gulrætur1 rauð paprika700 ml grænmetissoð3 greinar tímían2 greinar rósmarínHandfylli fersk steinseljaSmjörAðferð: 1. Hitið ofninn í 120°C. 2. Finnið til stóran steikarpott eða stórt eldfast mót. 3. Leggið lærið í steikingarpottinn eða mótið, veltið upp úr ólífuolíu og kyddið með salti, pipar og lambakjötkryddi. 4. Bætið grænmetinu í steikarpottinn/eldfasta mótið. 5. Hellið soði í pottinn. Lokið pottinum eða leggið álpappír þétt yfir mótið. 6. Bakið lærið í miðjum ofni í sjö klukkustundir. 7. Þegar 30 mínútur eru eftir af eldunartímanum er lokið eða álpappírinn tekinn af, fínsöxuðum kryddjurtum og smjöri er bætt út í pottinn og hitinn í ofninum hækkaður í 200°C. Þá verður puran dökk og stökk. 8. Það er mikilvægt að leyfa kjötinu að hvíla í lágmark 20 mínútur áður en þið berið það fram.Ljúffengt kartöflugratín8 dl rjómi 1 laukur, skorinn í strimla 1 kjúklingateningur 1 msk blandað krydd t.d. Bezt á allt salt og pipar rifinn osturAðferð:1. Kartöflurnar skolaðar vel og skornar í sneiðar ca. ½ cm 2. Laukur skorinn niður og steiktur upp úr smjöri í smá stund. Kartöflum, rjóma, kjúklingatening og kryddi er blandan saman í pottinum. 3. Sjóðið við vægan hita í 10-15 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar vel mjúkar. 4. Hellið þá kartöflublöndunni í eldfast mót, dreifið rifnum osti yfir og hitið í ofni við 200°C í ca. 20 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og orðin gullinbrúnn.Sveppasósa með piparostiSmjör 250 g sveppir, skornir í sneiðar 1 – 2 tsk lambakjötskrydd t.d. Bezt á Lambið 1/2 l rjómi 1/2-1 piparostur, skorin í smáa bita ½ kjúklingateningurAðferð: 1. Bræðið smjör í potti. Látið sveppina malla við vægan hita í smjörinu í nokkrar mínútur. Kryddið til með lambakjötskryddi. 2. Hellið rjóma yfir og bætið piparosti saman við. Látið sjóða saman við vægan hita um stund. Hrærið í á meðan og passið að osturinn brenni ekki við. 3. Bætið tening í pottinn og leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur.
Eva Laufey Lambakjöt Páskar Uppskriftir Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira