Lauda: Ferrari voru einfaldlega betri í dag Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. mars 2015 09:16 Vettel var virkilega kátur eftir keppnina. Vísir/Getty Ferrari og Sebastian Vettel fögnuðu gríðarlega. Eftir viðburðaríka og afar spennandi keppni höfðu ökumenn og liðsmenn ýmislegt að segja. „Það er langt síðan ég hef náð í efsta þrepið og í fyrsta skipti með Ferrari. Liðið tók vel á móti mér og ég er gríðarlega ánægður. Við unnum Mercedes á jafnréttis grundvelli,“ sagði Vettel. „Ég er eiginlega bara orðlaus. Síðasta ár var ekki gott. Bíllinn í ár hentar mér mjög vel. Ég man þegar ég kom fyrst inn í verksmiðjuna í Maranello, það var eins og draumur að rætast. Ég man þegar ég var lítill að horfa yfir girðinguna þar á Michael (Schumacher) æfa sig. Nú er ég að aka þessum rauða bíl sem er ótrúlegt,“ bætti Vettel við. „Við gerðum allt sem við gátum, við áttum ekki svar við hraða Ferrari í dag. Liðið stóð sig vel,“ sagði Lewis Hamilton frekar niðurlútur. „Það eina sem ég get sagt sýnið hvað þið getið Ferrari. Ferrari vann verðskuldað í dag. Við munum koma með allt sem við getum í næstu keppni,“ sagði Nico Rosberg.Toto Wolff og Niki Lauda, tveir af aðal mönnunum hjá Mercedes.Vísir/getty„Ég kann ekki orð til að lýsa þessari tilfinningu. Það veit enginn hversu erfið íþrótt Formúla 1 er nema fólkið sem vinnur við hana. Við getum vonandi haldið áfram að þróa okkur og bæta okkur enn frekar,“ sagði James Allison yfirhönnuður Ferrari. „Ferrari voru einfaldlega betri í dag,“ sagði Niki Lauda, sérstakur ráðgjafi Mercedes. „Við getum ekki ætlast til að vinna keppnir að eilífu. Kannski er þetta vakningin sem við þurfum. Við komum vonandi sterkari til baka. Það þýðir ekkert að ræða keppnisáætlunina eftir keppnina. Við munum vinna harðar að okkar bílum. Ferrari á hrós skilið fyrir framfarir vetrarins,“ sagði Toto Wolff, keppnisstjóri Mercedes. „Það fór margt úrskeiðis hjá okkur um helgina. Eftir að dekkið sprakk var fjórða sætið eins gott og við gátum vonað í dag. Við erum að verða sterkari,“ sagði Kimi Raikkonen sem átti virkilega kaflaskipta helgi í Malasíu. „Fyrstu hringirnir voru erfiðir en ég naut mín í dag, gat tekið þátt í skemmtilegum slag á brautinni og liðið á hrós skilið fyrir góðan bíl,“ sagði Max Verstappen sem varð yngsti ökumaður sögunnar til að ná í stig í Formúlu 1 í dag. „Við eigum mikla vinnu fyrir höndum ef við ætlum að vinna Ferrari,“ sagði Valtteri Bottas á Williams sem margir töldu eina liðið sem gæti skákað Mercedes. Formúla Tengdar fréttir Alonso og Bottas með í Malasíu Fernando Alonso og Valtteri Bottas voru ekki með í ástralska kappakstrinum. Báðir stefna á þáttöku í Malasíu um helgina en þurfa að standast nánari rannsóknir í Malasíu. 24. mars 2015 23:15 Rosberg: Ég ók bara ekki nógu vel í dag Eftir langa tímatöku sem var frestað um rúman hálftíma vegna rigninga höfðu ökumenn ýmislegt að segja um tímatökuna. 28. mars 2015 10:47 Hamilton hraðastur í bleytunni Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í Malasíu. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar en Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji. 28. mars 2015 10:31 Sebastian Vettel fyrstur í mark í Malasíu Sebastian Vettel á Ferrari vann í Malasíu. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð þriðji. 29. mars 2015 08:27 Mercedes fljótastir en Ferrari nálægt Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins og liðsfélagi hans Lewis Hamilton var fjótastur á þeirri síðari. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar á báðum æfingum. 27. mars 2015 10:15 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Ferrari og Sebastian Vettel fögnuðu gríðarlega. Eftir viðburðaríka og afar spennandi keppni höfðu ökumenn og liðsmenn ýmislegt að segja. „Það er langt síðan ég hef náð í efsta þrepið og í fyrsta skipti með Ferrari. Liðið tók vel á móti mér og ég er gríðarlega ánægður. Við unnum Mercedes á jafnréttis grundvelli,“ sagði Vettel. „Ég er eiginlega bara orðlaus. Síðasta ár var ekki gott. Bíllinn í ár hentar mér mjög vel. Ég man þegar ég kom fyrst inn í verksmiðjuna í Maranello, það var eins og draumur að rætast. Ég man þegar ég var lítill að horfa yfir girðinguna þar á Michael (Schumacher) æfa sig. Nú er ég að aka þessum rauða bíl sem er ótrúlegt,“ bætti Vettel við. „Við gerðum allt sem við gátum, við áttum ekki svar við hraða Ferrari í dag. Liðið stóð sig vel,“ sagði Lewis Hamilton frekar niðurlútur. „Það eina sem ég get sagt sýnið hvað þið getið Ferrari. Ferrari vann verðskuldað í dag. Við munum koma með allt sem við getum í næstu keppni,“ sagði Nico Rosberg.Toto Wolff og Niki Lauda, tveir af aðal mönnunum hjá Mercedes.Vísir/getty„Ég kann ekki orð til að lýsa þessari tilfinningu. Það veit enginn hversu erfið íþrótt Formúla 1 er nema fólkið sem vinnur við hana. Við getum vonandi haldið áfram að þróa okkur og bæta okkur enn frekar,“ sagði James Allison yfirhönnuður Ferrari. „Ferrari voru einfaldlega betri í dag,“ sagði Niki Lauda, sérstakur ráðgjafi Mercedes. „Við getum ekki ætlast til að vinna keppnir að eilífu. Kannski er þetta vakningin sem við þurfum. Við komum vonandi sterkari til baka. Það þýðir ekkert að ræða keppnisáætlunina eftir keppnina. Við munum vinna harðar að okkar bílum. Ferrari á hrós skilið fyrir framfarir vetrarins,“ sagði Toto Wolff, keppnisstjóri Mercedes. „Það fór margt úrskeiðis hjá okkur um helgina. Eftir að dekkið sprakk var fjórða sætið eins gott og við gátum vonað í dag. Við erum að verða sterkari,“ sagði Kimi Raikkonen sem átti virkilega kaflaskipta helgi í Malasíu. „Fyrstu hringirnir voru erfiðir en ég naut mín í dag, gat tekið þátt í skemmtilegum slag á brautinni og liðið á hrós skilið fyrir góðan bíl,“ sagði Max Verstappen sem varð yngsti ökumaður sögunnar til að ná í stig í Formúlu 1 í dag. „Við eigum mikla vinnu fyrir höndum ef við ætlum að vinna Ferrari,“ sagði Valtteri Bottas á Williams sem margir töldu eina liðið sem gæti skákað Mercedes.
Formúla Tengdar fréttir Alonso og Bottas með í Malasíu Fernando Alonso og Valtteri Bottas voru ekki með í ástralska kappakstrinum. Báðir stefna á þáttöku í Malasíu um helgina en þurfa að standast nánari rannsóknir í Malasíu. 24. mars 2015 23:15 Rosberg: Ég ók bara ekki nógu vel í dag Eftir langa tímatöku sem var frestað um rúman hálftíma vegna rigninga höfðu ökumenn ýmislegt að segja um tímatökuna. 28. mars 2015 10:47 Hamilton hraðastur í bleytunni Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í Malasíu. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar en Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji. 28. mars 2015 10:31 Sebastian Vettel fyrstur í mark í Malasíu Sebastian Vettel á Ferrari vann í Malasíu. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð þriðji. 29. mars 2015 08:27 Mercedes fljótastir en Ferrari nálægt Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins og liðsfélagi hans Lewis Hamilton var fjótastur á þeirri síðari. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar á báðum æfingum. 27. mars 2015 10:15 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Alonso og Bottas með í Malasíu Fernando Alonso og Valtteri Bottas voru ekki með í ástralska kappakstrinum. Báðir stefna á þáttöku í Malasíu um helgina en þurfa að standast nánari rannsóknir í Malasíu. 24. mars 2015 23:15
Rosberg: Ég ók bara ekki nógu vel í dag Eftir langa tímatöku sem var frestað um rúman hálftíma vegna rigninga höfðu ökumenn ýmislegt að segja um tímatökuna. 28. mars 2015 10:47
Hamilton hraðastur í bleytunni Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í Malasíu. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar en Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji. 28. mars 2015 10:31
Sebastian Vettel fyrstur í mark í Malasíu Sebastian Vettel á Ferrari vann í Malasíu. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð þriðji. 29. mars 2015 08:27
Mercedes fljótastir en Ferrari nálægt Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins og liðsfélagi hans Lewis Hamilton var fjótastur á þeirri síðari. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar á báðum æfingum. 27. mars 2015 10:15