Fótbolti

„Eiður að skora 36 ára en ég á í vandræðum með stigann 34 ára"

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eiður í eldlínunni í gær.
Eiður í eldlínunni í gær.
Eiður Smári Guðjohnsen spilaði sinn fyrsta landsleik í 16 mánuði í gær þegar hann var í sigurliði Íslands gegn Kazakstan í undankeppni Evrópumótsins 2016.

Það voru ekki bara Íslendingar sem voru ánægðir með að Eiður Smári hafi snúið aftur til baka í landsliðið, en margir Twitter-notendur tístu um Eið Smára í gærkvöldi.

John Bennett, íþróttafréttamaður BBC World Service í Englandi, hrósaði Eiði í hástert. Hann talaði meðal annars um að Eiður væri að skora 36 ára, en hann ætti í vandræðum með stigann í BBC skrifstofuhúsinu.

Eins og flestir vita skoraði Eiður Smári fyrsta mark Íslands í leiknum. Lokatölur urðu 3-0 sigur Íslands, en Birkir Bjarnason gerði hin tvö mörkin.

Helstu umræðurnar á Twitter má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×