Bubbi Morthens og Selma Björnsdóttir gáfu Bríeti atkvæði sitt en Selma Björnsdóttir kaus Hönnu og Nikita. Fór því svo að atkvæði Jóns Jónssonar réð úrslitum. Eftir langa umhugsun kaus Jón þau Hönnu og Nikitu. Var því jafnt, 2-2 í atkvæðum, og líta þurfti til niðurstöðu úr símakosningu.
Í ljós kom að Bríet Ísis hafði fengið fleiri atkvæði í kosningunni og því komin í úrslit Ísland got Talent sem fram fara 12. apríl. Atriði Bríetar má sjá hér að neðan.