Þeir fyrri fara fram á stóra sviði Þjóðleikhússins þriðjudaginn 19. maí en þeir síðari í Gamla Bíó mánudaginn 25. maí.
Rice er sannkallaður Íslandsvinur en hann hefur undanfarin áratug spilað reglulega hér á landi. Þar má nefna tónleika á Bræðslunni og Nasa árið 2008.
Í fyrra kom út þriðja plata Írans og ber hún heitið My Favorite Faded Fantasy. Platan var að miklu leiti tekin upp og hljóðblönduð hér á landi.
Miðasala á tónleikana hefst klukkan 09.00 fimmtudaginn 12. mars á Miði.is.