Viðskipti erlent

Verkfalli hjá Norwegian lokið

Atli Ísleifsson skrifar
Nær öll flug Norwegian innan Skandinavíu hafa fallið niður á tímabilinu.
Nær öll flug Norwegian innan Skandinavíu hafa fallið niður á tímabilinu. Vísir/AFP
Verkfall flugmanna flugfélagsins Norwegian er lokið eftir að samkomulag náðist milli deiluaðila nú síðdegis.

Verkfallið hefur staðið í ellefu daga og haft áhrif á ferðir 150 þúsund farþega. Nær öll flug Norwegian innan Skandinavíu hafa fallið niður á tímabilinu.

Bjørn Kjos, forstjóri Norwegian, staðfesti nú síðdegis að vélar Norwegian væru nú reiðubúnar að fljúga á ný.

Í frétt SVT segir að flugmennirnir hafi lagt niður störf vegna óánægju sinnar varðandi skort á starfsöryggi og kröfðust þeir lengri ráðningartíma. Að sögn samninganefndar flugmannanna hefur samninganefnd Norwegian gengist að helstu kröfur flugmanna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×