Argentínumaðurinn Gonzalo Higuaín var maður kvöldsins í Evrópudeildinni en hann skoraði öll þrjú mörk Napoli í 3-1 sigri á Dinamo Moskvu í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Alls fóru fram átta leiki í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar en seinni leikirnir fara síðan fram á fimmutdaginn í næstu viku.
Dinamo Moskva komst í 1-0 á móti Napoli með marki Kevin Kurányi á annarri mínútu en tvö mörk frá Gonzalo Higuaín með sex mínútna millibili færðu Napoli-liðinu forystuna fyrir hálfleik. Gonzalo Higuaín innsiglaði síðan þrennuna sína eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik.
Josip Ilicic kom Fiorentina í 1-0 í Ítalíuslagnum á móti Roma og Flórensliðið var yfir í klukkutíma. Adem Ljajić klikkaði á víti á 60. mínútu en Seydou Keita tryggði síðan Rómarliðnu jafntefli þrettán mínútum fyrir leikslok.
Sevilla vann 3-1 útisigur á Villarreal í leik tveggja spænskra liða en Vitolo skoraði fyrsta marki leiksins eftir aðeins þrettán sekúndur. Sevilla á titil að verja og er komið með annan fótinn í átta liða úrslitin eftir þennan flotta útisigur.
Everton vann 2-1 endurkomusigur á úkraínska liðinu Dynamo Kiev á Goodison Park í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Dynamo Kiev komst yfir eftir aðeins fjórtán mínútna leik en Everton-menn jöfnuðu undir lok fyrri hálfleiksins og tryggðu sér svo sigurinn með marki úr vítaspyrnu átta mínútum fyrir leikslok.
Úrslit úr fyrri leikjum sextán liða úrslita Evrópudeildarinnar:
Zenit St. Petersburg - Torino 2-0
1-0 Axel Witsel (38.), 2-0 Domenico Criscito (53.)
Club Brugge - Besiktas 2-1
0-1 Gökhan Töre (46.), 1-1 Tom De Sutter (62.), 2-1 Lior Refaelov (79.)
Dnipro Dnipropetrovsk - Ajax 1-0
1-0 Roman Zozulya (30.)
Wolfsburg - Inter 3-1
0-1 Rodrigo Palacio (6.), 1-1 Naldo (28.), 2-1 Kevin De Bruyne (63.), 3-1 Kevin De Bruyne (76.)
Everton - Dynamo Kiev 2-1
0-1 Oleh Husyev (14.), 1-1 Steven Naismith (39.), 2-1 Romelu Lukaku (82.)
Fiorentina - Roma 1-1
1-0 Josip Ilicic (17.), 1-1 Seydou Keita (77.)
Napoli - Dinamo Moskva 3-1
0-1 Kevin Kurányi (2.), 1-1 Gonzalo Higuaín (25.), 2-1 Gonzalo Higuaín (31.), 3-1 Gonzalo Higuaín (55.),
Villarreal - Sevilla 1-3
0-1 Vitolo (1.), 0-2 Stéphane Mbia (26.), 1-2 Luciano Vietto (48.), 1-3 Kévin Gameiro (50.)
Higuaín með þrennu fyrir Napoli | Öll úrslit kvöldsins í Evrópudeildinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

