Marcin er 24 ára gamall dansari og sló hann rækilega í gegn í þættinum í kvöld. Dómararnir vildi allir sjá Marcin áfram í úrslit og fékk hann fjögur atkvæði frá þeim öllum.
Hann kemur frá Póllandi en er búinn að búa á Íslandi í um eitt ár. Marcin starfar hjá Múrlínu og vinnur sem múrari þar.
Hann hefur verið að dansa lengi og nýtir hvert tækifæri sem honum gefst til að æfa sig. Hér að neðan má sjá atriðið sem kom honum áfram í kvöld.