Toyota og Lexus til samstarfs við Saga Club Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2015 10:29 Kristinn G. Bjarnason frá Toyota á Íslandi og Helgi Már Björgvinsson frá Icelandair handsala samninginn. Undirritaður hefur verið samningur milli Toyota á Íslandi og Icelandair þess efnis að Vildarpunktar Icelandair fylgi nýjum Toyota- og Lexusbifreiðum sem einstaklingar kaupa. Með nýjum bílum fylgja 5.000 – 25.000 puntar eftir því um hvaða bíl er að ræða. Sem dæmi um fjölda punkta má nefna að 10.000 punktar fylgja Corolla og Auris, 15.000 punktar fylgja RAV4 og Hilux og 20.000 punktar fylgja Land Cruiser 150. 25.000 Vildarpunktar fylgja hverri nýrri Lexusbifreið sem einstaklingar kaupa. Við kaup á nýjum Toyota- eða Lexusbifreiðum eru kaupendur sem ekki eru þegar í Saga Club hjá Icelandair skráðir í klúbbinn og geta þar með notað Vildarpunktana til kaupa á flugferðum, hótelgistingu og annarri þjónustu hjá Icelandair. Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent
Undirritaður hefur verið samningur milli Toyota á Íslandi og Icelandair þess efnis að Vildarpunktar Icelandair fylgi nýjum Toyota- og Lexusbifreiðum sem einstaklingar kaupa. Með nýjum bílum fylgja 5.000 – 25.000 puntar eftir því um hvaða bíl er að ræða. Sem dæmi um fjölda punkta má nefna að 10.000 punktar fylgja Corolla og Auris, 15.000 punktar fylgja RAV4 og Hilux og 20.000 punktar fylgja Land Cruiser 150. 25.000 Vildarpunktar fylgja hverri nýrri Lexusbifreið sem einstaklingar kaupa. Við kaup á nýjum Toyota- eða Lexusbifreiðum eru kaupendur sem ekki eru þegar í Saga Club hjá Icelandair skráðir í klúbbinn og geta þar með notað Vildarpunktana til kaupa á flugferðum, hótelgistingu og annarri þjónustu hjá Icelandair.
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent