Mini Superleggera verður framleiddur Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2015 15:49 Mini Superleggera Vision Concept. Þennan óvenjulega bíl sýndi Mini á bílasýningu í fyrra og kallast hann Superleggera Vision Concept. BMW, eigandi Mini, hefur nú gefið grænt ljós á framleiðslu hans og á hann að koma á markað árið 2018. Hann er ekki beint líkur öðrum Mini bílum með sínar mjög svo ávölu línur og óvenjulegan bakugga uppúr skottinu, auk þess að vera blæjubíll. Hann verður byggður á undirvagni sem nú þegar er til hjá Mini. Bíllinn er mjög naumhyggjulega hannaður að innan og þar er er ál allsráðandi. Þegar bíllinn var kynntur var hann með rafmótorum, en búast má frekar við 1,5 og 2,0 lítra bensínvél í bílnum í framleiðsluútgáfu hans. Búist er við að verð bílsins verði um 35.000 evrur, eða 5,1 milljón. Hann mun því kosta skildinginn, en mikið er þó vanalega lagt í Mini bíla. Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent
Þennan óvenjulega bíl sýndi Mini á bílasýningu í fyrra og kallast hann Superleggera Vision Concept. BMW, eigandi Mini, hefur nú gefið grænt ljós á framleiðslu hans og á hann að koma á markað árið 2018. Hann er ekki beint líkur öðrum Mini bílum með sínar mjög svo ávölu línur og óvenjulegan bakugga uppúr skottinu, auk þess að vera blæjubíll. Hann verður byggður á undirvagni sem nú þegar er til hjá Mini. Bíllinn er mjög naumhyggjulega hannaður að innan og þar er er ál allsráðandi. Þegar bíllinn var kynntur var hann með rafmótorum, en búast má frekar við 1,5 og 2,0 lítra bensínvél í bílnum í framleiðsluútgáfu hans. Búist er við að verð bílsins verði um 35.000 evrur, eða 5,1 milljón. Hann mun því kosta skildinginn, en mikið er þó vanalega lagt í Mini bíla.
Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent