Sölu Chrysler og Lancia bíla hætt í Bretlandi Finnur Thorlacius skrifar 18. mars 2015 10:52 Lancia Ypsilon. Fiat, eigandi Chrysler og Lancia, hefur ákveðið að hætta sölu bíla frá báðum merkjunum í Bretlandi og einbeita sér þess í stað að Jeep bílum þar. Fiat Chrysler Automobiles (FCA) hefur haft bílana Chrysler 300C og Voyager, auk Lancia Delta og Ypsilon í Bretlandi en sala þeirra hefur verið dræm. Sala þessara bíla minnkaði í fyrra um 21% og endaði aðeins í 1.982 seldum bílum. Langflestir þeirra voru Lancia Ypsilon. FCA áætlar að selja 10.000 Jeep bíla í Bretlandi í ár, en sala Jeep bíla þar tók risastökk í fyrra og óx um 75%. Sergio Marchionne forstjóri FCA segir reyndar að Lancia bílar verði teknir úr sölu í öllum löndum Evrópu nema í heimalandinu Ítalíu. Lancia seldi 61.483 Ypsilon bíla í fyrra og voru langflestir þeirra seldir á Ítalíu. Það er því ekki bjart yfir Lancia merkinu um þessar mundir. Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Fiat, eigandi Chrysler og Lancia, hefur ákveðið að hætta sölu bíla frá báðum merkjunum í Bretlandi og einbeita sér þess í stað að Jeep bílum þar. Fiat Chrysler Automobiles (FCA) hefur haft bílana Chrysler 300C og Voyager, auk Lancia Delta og Ypsilon í Bretlandi en sala þeirra hefur verið dræm. Sala þessara bíla minnkaði í fyrra um 21% og endaði aðeins í 1.982 seldum bílum. Langflestir þeirra voru Lancia Ypsilon. FCA áætlar að selja 10.000 Jeep bíla í Bretlandi í ár, en sala Jeep bíla þar tók risastökk í fyrra og óx um 75%. Sergio Marchionne forstjóri FCA segir reyndar að Lancia bílar verði teknir úr sölu í öllum löndum Evrópu nema í heimalandinu Ítalíu. Lancia seldi 61.483 Ypsilon bíla í fyrra og voru langflestir þeirra seldir á Ítalíu. Það er því ekki bjart yfir Lancia merkinu um þessar mundir.
Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent