Maserati æðið yfirstaðið Finnur Thorlacius skrifar 18. mars 2015 11:22 Maserati Quattroporte. Fáir bílaframleiðendur geta státað af annarri eins aukningu í sölu bíla og Maserati í fyrra, en sala bíla þeirra jókst um heil 137% og endaði í 36.448 bílum. Maserati er í eigu Fiat Chrysler Automobiles. Gríðarleg eftirspurn var eftir Quattroporte og Ghibli bílum Maserati og voru verksmiðjur Maserati settar í yfirgír til að mæta henni. Nú virðist þetta æði fyrir Maserati bílum vera að mest yfirstaðið og býst fyrirtækið við því að selja á milli 30.000 og 35.000 bíla í ár, þó líklega nær 30.000. Maserati seldi 23.500 Ghibli og 9.500 Quattroporte bíla í fyrra, en miklu minna af hinum tveimur framleiðslubílum sínum, GranTurismo og GranCabrio, eða alls um 3.500 bíla. Bandaríkjamenn voru sólgnastir í fyrra í bíla Maserati og keyptu 12.943 þeirra. Þó svo að sala Maserati bíla í ár verði líklega minni en í fyrra hljóða áætlanir fyrirtækisins uppá mikla söluaukningu á næstu árum og stefnir að því að selja 75.000 bíla árið 2018. Er það meira en tvöföldun frá árinu í fyrra. Maserati jók veltuna mikið í fyrra og fór úr 250 milljarði frá árinu 2013 í 411 milljarð í fyrra. Hagnaðurinn fór einnig frá 15,6 milljarði í 40,4 milljarða króna. Því er hagnaður af veltu í fyrra nálægt 10%, en fáir bílaframleiðendur ná því hlutfalli.Maserati Ghibli. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent
Fáir bílaframleiðendur geta státað af annarri eins aukningu í sölu bíla og Maserati í fyrra, en sala bíla þeirra jókst um heil 137% og endaði í 36.448 bílum. Maserati er í eigu Fiat Chrysler Automobiles. Gríðarleg eftirspurn var eftir Quattroporte og Ghibli bílum Maserati og voru verksmiðjur Maserati settar í yfirgír til að mæta henni. Nú virðist þetta æði fyrir Maserati bílum vera að mest yfirstaðið og býst fyrirtækið við því að selja á milli 30.000 og 35.000 bíla í ár, þó líklega nær 30.000. Maserati seldi 23.500 Ghibli og 9.500 Quattroporte bíla í fyrra, en miklu minna af hinum tveimur framleiðslubílum sínum, GranTurismo og GranCabrio, eða alls um 3.500 bíla. Bandaríkjamenn voru sólgnastir í fyrra í bíla Maserati og keyptu 12.943 þeirra. Þó svo að sala Maserati bíla í ár verði líklega minni en í fyrra hljóða áætlanir fyrirtækisins uppá mikla söluaukningu á næstu árum og stefnir að því að selja 75.000 bíla árið 2018. Er það meira en tvöföldun frá árinu í fyrra. Maserati jók veltuna mikið í fyrra og fór úr 250 milljarði frá árinu 2013 í 411 milljarð í fyrra. Hagnaðurinn fór einnig frá 15,6 milljarði í 40,4 milljarða króna. Því er hagnaður af veltu í fyrra nálægt 10%, en fáir bílaframleiðendur ná því hlutfalli.Maserati Ghibli.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent