Minnst tuttugu féllu í árásinni og um 50 særðust, samkvæmt AP fréttaveitunni. Tveir vígamenn féllu í átökum við öryggissveitir, en forsætisráðherra Túni segir að leitað sé að tveimur til þremur til viðbótar.

Þetta kemur fram á vef samtakanna Site Intelligence, en þau fylgjast með öfgahópum og einstaklingum á samfélagsmiðlum.
Sama dag voru birt skilaboð sem áttu að vera frá vígahópnum Jund al-Khilafah í Túnis:
„Bíðið eftir þeim tíðindum sem munu færa ykkur og öllum múslimum gleði, fljótlega.“
Rita Katz, yfirmaður Site, segir að ekki sé víst að ISIS hafi staðið að baki árásinni, en stuðningsmenn þeirra hafa gefið það í skyn.
Vígamennirnir skutu á ferðamenn í morgun úr árásarrifflum, þar sem þau stigu úr rútum við safn í Túnisborg. Habib Essid, forsætisráðherra Túnis, segir að meðal hinna látnu séu tveir heimamenn. Öryggisvörður og ræstitæknir. Hinir sem féllu eru ferðamenn frá Ítalíu, Póllandi, Þýskalandi og Spáni.
No official claim made yet for #Tunisian attack, but if linked to #ISIS, it wouldn't have come from nowhere. http://t.co/i0V1cltpbQ
— Rita Katz (@Rita_Katz) March 18, 2015