Í ferðaþáttunum Illa farnir ferðast hinir viðkunnanlegu félagar Davíð Arnar, Arnar Þór og Brynjólfur um Ísland í sextán þáttum með það að markmiði að kynnast landinu og lenda í ævintýrum.
„Við ætluðum að fara út á land til að gera nýjasta þáttinn en óveðrið um helgina setti strik í reikninginn. Þannig að við tókum Reykjavíkurþátt í staðin,“ segir Davíð.
Strákarnir láta öllum illum látum í lægðinni og fara víða um borgina.
„Við spiluðum þetta bara eftir eyranu. Fórum og skoðuðum það sem okkur datt í hug. Ákváðum að finna skemmtilega leið til að eyða tveimur dögum í Reykjavík. Þetta endaði á því að verða blautur þáttur, eins og þeir eiga að vera,“ segir Davíð.
Létu illum látum í lægðinni í Reykjavík
Tengdar fréttir

Enduðu daginn á blysför til Ísafjarðar
Strákarnir í Illa farnir renna sér í púðrinu á Ísafirði og spreyta sig í keppni á gönguskíðum.

Epísk ferð til Ibiza-fjarðar endar í „bromance“
Strákarnir eru í miklu stuði í þessum þætti af Illa farnir. Enda er stefnan sett á Ibiza-fjörð, eins og þeir kalla Ísafjörð.

Næturævintýri á Mývatni
Strákarnir í Illa farnir halda áfram ferð sinni um Norðurland.