Ólífukökur
1 stk eggjarauða130 gr ósaltað smjör, við stofuhita
2 gr sjávarsalt
70 gr flórsykur
50 ml jómfrúarólífuolía
30 gr kornmjöl eða kartöflumjöl
160 gr hveiti
50 gr svartar ólífur, fínt hakkaðar
Hitið ofninn í 170 gráður. Þeytið smjörið með saltinu og flórsykrinum þar til létt og ljóst. Dragið úr hraðanum á hrærivélinni og hellið olíunni varlega saman við. Bætið næst þurrefnunum út í og svo ólífunum í lokin.
Rúllið deiginu upp í þykka pylsu, pakkið inn í plastfilmu og látið stífna í ísskáp í ca. 1 klst. Skerið í ca. 1 cm þykkar sneiðar og raðið á bökunarplötu með bökunarpappír á. Bakið í 8-10 mín.
Sítrónu glassúr
1 sítróna (safi)
150-200 gr flórsykur
Sigtið flórsykurinn í skál. Hellið sítrónusafanum í aðra skál, bætið smám saman flórsykrinum út í hann og þykkið eftir smekk. Látið ólífukökurnar kólna og hjúpið þær með glassúrinu.