Nýr Hyundai ix35 í Genf Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2015 10:15 Nýr Hyundai ix35. Hyundai mun svipta klæðunum af nýjum ix35 jepplingi á komandi bílasýningu í Genf. Hyundai hefur selt ix35 í Evrópu frá því árið 2009. Í fyrra var hann fjórði mest seldi bílinn í þessum flokki með 93.827 bíla selda. Sá sem seldist mest var Nissan Qashqai með 204.500 bíla, svo Volkswagen Tiguan með 150.154 bíla, þá Kia Sportage með 97.459 bíla og sló þar með við móðurfyrirtækinu Hyundai. Þessi flokkur bíla óx um 6% á síðasta ári, sem er sami vöxtur og bílasalan í heild í fyrra í álfunni. Meira afgerandi og grimmari línur leika nú um Hyundai ix35 og segja hönnuðir hans að framhallandi línur hans láti hann virka á ferð þó hann standi kjur. Nýr Hyundai ix35 verður boðinn með tveimur gerðum 1,6 lítra bensínvélar og þremur gerðum dísilvéla. Sala Hyundai í Evrópu í heild á síðasta ári var 424.467 bílar og nam það 3,3% heildarsölunnar þar. Stefna þeir hjá Hyundai að ná um hálfrar milljón bíla sölu í Evrópu á þessu ári. Nýr Hyundai ix35 verður smíðaður í Tékklandi og verður hann á glænýjum undirvagni. Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent
Hyundai mun svipta klæðunum af nýjum ix35 jepplingi á komandi bílasýningu í Genf. Hyundai hefur selt ix35 í Evrópu frá því árið 2009. Í fyrra var hann fjórði mest seldi bílinn í þessum flokki með 93.827 bíla selda. Sá sem seldist mest var Nissan Qashqai með 204.500 bíla, svo Volkswagen Tiguan með 150.154 bíla, þá Kia Sportage með 97.459 bíla og sló þar með við móðurfyrirtækinu Hyundai. Þessi flokkur bíla óx um 6% á síðasta ári, sem er sami vöxtur og bílasalan í heild í fyrra í álfunni. Meira afgerandi og grimmari línur leika nú um Hyundai ix35 og segja hönnuðir hans að framhallandi línur hans láti hann virka á ferð þó hann standi kjur. Nýr Hyundai ix35 verður boðinn með tveimur gerðum 1,6 lítra bensínvélar og þremur gerðum dísilvéla. Sala Hyundai í Evrópu í heild á síðasta ári var 424.467 bílar og nam það 3,3% heildarsölunnar þar. Stefna þeir hjá Hyundai að ná um hálfrar milljón bíla sölu í Evrópu á þessu ári. Nýr Hyundai ix35 verður smíðaður í Tékklandi og verður hann á glænýjum undirvagni.
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent