Japanskir verkamenn í bílaverksmiðjum vilja hluta hagnaðar Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2015 14:30 Í japanskri bílaverksmiðju. Öllum bílafyrirtækjum Japans gekk vel á síðasta ári og samanlagður hagnaður þeirra nemur 4.453 milljörðum króna. Starfsfólk í verksmiðjum þeirra krefjast nú hluta þess hagnaðar og lái þeim hver sem vill. Kröfur stéttarfélaga þeirra sækjast nú eftir hækkun allra starfsmanna þeirra um 50 dollara á mánuði, eða um 6.600 krónur. Það virðist ekki há krafa í samanburði við risahagnaðinn, en þessi hækkun myndi krefjast 1/56 af árshagnaðinum í fyrra fyrir þá 766.000 starfsmenn sem vinna í Japan fyrir þessi fyrirtæki. Japönsku bílafyrirtækin hafa ekki verið svo viljug að hækka laun starfsmanna sinna svo það gæti stefnt enn einu sinni í verkföll í japönskum bílaverksmiðjum. Ástæða þess hve japönsku bílafyrirtækin högnuðust vel í fyrra var lágt gengi japanska yensins og árið í ár lítur jafnvel út. Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent
Öllum bílafyrirtækjum Japans gekk vel á síðasta ári og samanlagður hagnaður þeirra nemur 4.453 milljörðum króna. Starfsfólk í verksmiðjum þeirra krefjast nú hluta þess hagnaðar og lái þeim hver sem vill. Kröfur stéttarfélaga þeirra sækjast nú eftir hækkun allra starfsmanna þeirra um 50 dollara á mánuði, eða um 6.600 krónur. Það virðist ekki há krafa í samanburði við risahagnaðinn, en þessi hækkun myndi krefjast 1/56 af árshagnaðinum í fyrra fyrir þá 766.000 starfsmenn sem vinna í Japan fyrir þessi fyrirtæki. Japönsku bílafyrirtækin hafa ekki verið svo viljug að hækka laun starfsmanna sinna svo það gæti stefnt enn einu sinni í verkföll í japönskum bílaverksmiðjum. Ástæða þess hve japönsku bílafyrirtækin högnuðust vel í fyrra var lágt gengi japanska yensins og árið í ár lítur jafnvel út.
Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent