500.000 Toyota Corolla á 4 árum Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2015 14:45 Tilbúin Toyota Corolla í Blue Springs. Toyota Corolla hélt titlinum mest seldi bíll heims til margra ára og í dag er hann framleiddur í mörgum löndum, þ.e. Japan, Bandaríkjunum, Brasilíu, S-Afríku, Tyrklandi, Pakistan, Kína, Taiwan og í Tælandi. Í Bandaríkjunum er Corolla nú framleidd í Blue Springs í Mississippi fylki og þar hefur bílinn verið framleiddur frá árinu 2011, en þar áður í Kaliforníu. Á þeim tæplega 4 árum sem hann hefur verið framleiddur þar hefur verksmiðjan nú skilað frá sér 500.000 eintökum af bílnum og var því fagnað í síðasta mánuði. Í fyrra framleiddi verksmiðjan í Blue Springs 180.000 Corolla bíla, en í verksmiðjunni starfa 2.000 manns. Alls hafa verið seldir 10 milljón Toyota Corolla bíla í Bandaríkjunum frá upphafi, en sala hans hófst árið 1968. Toyota hefur alls framleitt 21 milljón Toyota bíla í Bandaríkjunum frá því fyrsta verksmiðja Toyota var opnuð þar vestanhafs. Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent
Toyota Corolla hélt titlinum mest seldi bíll heims til margra ára og í dag er hann framleiddur í mörgum löndum, þ.e. Japan, Bandaríkjunum, Brasilíu, S-Afríku, Tyrklandi, Pakistan, Kína, Taiwan og í Tælandi. Í Bandaríkjunum er Corolla nú framleidd í Blue Springs í Mississippi fylki og þar hefur bílinn verið framleiddur frá árinu 2011, en þar áður í Kaliforníu. Á þeim tæplega 4 árum sem hann hefur verið framleiddur þar hefur verksmiðjan nú skilað frá sér 500.000 eintökum af bílnum og var því fagnað í síðasta mánuði. Í fyrra framleiddi verksmiðjan í Blue Springs 180.000 Corolla bíla, en í verksmiðjunni starfa 2.000 manns. Alls hafa verið seldir 10 milljón Toyota Corolla bíla í Bandaríkjunum frá upphafi, en sala hans hófst árið 1968. Toyota hefur alls framleitt 21 milljón Toyota bíla í Bandaríkjunum frá því fyrsta verksmiðja Toyota var opnuð þar vestanhafs.
Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent