Magna Steyr sýnir eigin bíl Finnur Thorlacius skrifar 5. mars 2015 09:58 Magna Steyr Mila Plus kemst ágætlega úr sporunum. Magna Steyr í Austurríki er þekkt fyrir smíði einstakra bílgerða fyrir þekktra bílaframleiðenda, ekki síst blæjubíla. Magna Steyr smíðar meðal annars fyrir Audi, Mercedes Benz, BMW, Volkswagen og Volvo og er hvað þekktast fyrir smíði hins harðgerða Mercedes Benz Geländerwagen jeppa sem fyrirtækið hefur smíðað fyrir Benz frá 1979. Fyrirtækið hefur þó aldrei framleitt bíla undir eigin nafni, hefur þó oft sýnt eigin tilraunabíla til þess eins að sýna getu fyrirtækisins, sem sannarlega ærin er. Sá nýjasti þeirra er nú til sýnis á bílasýningunni í Genf. Bíllinn kallast Mila Plus en hann er tveggja sæta tvíaflrásarbíll sem byggður er úr einstaklega léttum efnum. Drifbúnaður hans samanstendur af þriggja strokka brunavél og tveimur rafmótorum, en með þeim eingöngu kemst bíllinn fyrstu 75 kílómetrana. Sameiginlegt aflið kemur bílnum í hundrað kílómetra hraða á 3,6 sekúndum, enda býr hann að 272 hestöflum. Ef að líkum lætur verður þessi bíll aldrei fjöldaframleiddur, að minnsta kosti ekki undir nafni Magna Steyr, en fyrirtækið hefur eins og áður sagði aldrei gert slíkt og haldið sig við að framleiða bíla fyrir aðra. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent
Magna Steyr í Austurríki er þekkt fyrir smíði einstakra bílgerða fyrir þekktra bílaframleiðenda, ekki síst blæjubíla. Magna Steyr smíðar meðal annars fyrir Audi, Mercedes Benz, BMW, Volkswagen og Volvo og er hvað þekktast fyrir smíði hins harðgerða Mercedes Benz Geländerwagen jeppa sem fyrirtækið hefur smíðað fyrir Benz frá 1979. Fyrirtækið hefur þó aldrei framleitt bíla undir eigin nafni, hefur þó oft sýnt eigin tilraunabíla til þess eins að sýna getu fyrirtækisins, sem sannarlega ærin er. Sá nýjasti þeirra er nú til sýnis á bílasýningunni í Genf. Bíllinn kallast Mila Plus en hann er tveggja sæta tvíaflrásarbíll sem byggður er úr einstaklega léttum efnum. Drifbúnaður hans samanstendur af þriggja strokka brunavél og tveimur rafmótorum, en með þeim eingöngu kemst bíllinn fyrstu 75 kílómetrana. Sameiginlegt aflið kemur bílnum í hundrað kílómetra hraða á 3,6 sekúndum, enda býr hann að 272 hestöflum. Ef að líkum lætur verður þessi bíll aldrei fjöldaframleiddur, að minnsta kosti ekki undir nafni Magna Steyr, en fyrirtækið hefur eins og áður sagði aldrei gert slíkt og haldið sig við að framleiða bíla fyrir aðra.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent